A site about nothing...

laugardagur, maí 15, 2004

Furðulegur andskoti, ég var ekkert stressaður þegar ég kom heim í gær eftir að hafa eytt síðasta deginum mínum á VRII að læra fyrir próf og bjóst svo bara við því að sofa eins og engill í nótt. Fer að sofa og sofna en vakna svona um 2 leytið því ég heyrði í sjónvarpinu, og það var ekki hátt stillt. Ég fer fram og bið um að láta lækka og sofna aftur. Vakna þegar einhver kemur heim, sofna aftur. Vakna, sofna, vakna, sofna. Svona gekk þetta í alla nótt og ég hreinlega skil ekki hvað var í gangi. Ég lét þetta ekkert slá mig útaf laginu. Mætti aðeins fyrir prófið, renndi yfir einhverjar glósur sem ég var búinn að búa til og fór svo í prófið. Þegar við komum í prófið bíða okkar A3 arkir ásamt prófbók og það var ekki laust við að það fór um mann, hvað gæti maður hugsanlega átt að gera við A3 örk? Það reyndist vera að svara A hluta prófsins svo það kom ekki að sök. Svo varð ég frekar pirraður því prófið var gjörólíkt seinustu tveimur prófum sem hann samdi og þau voru nánast alveg eins. En ég svaraði samt öllu á prófinu þannig að mér hefur gengið ágætlega og það er það sem skiptir máli. Svo var bara of ljúf tilfinning að labba út úr prófinu, vitandi það að maður þarf ekki að kíkja í námsbók næstu 3 mánuðina.
Það er ekki leiðinlegt að geta chillað, hafa ekkert að gera. Þurfa ekki að halda áfram að lesa eða fara að vinna eða eitthvað þannig. Ég ætla að reyna að njóta þess, þangað til ég byrja að vinna. Kanski maður skelli sér á Bókasafn Hafnarfjarðar og næli sér í góða bók og lesi hana.
Annars er það bara góður matur með famelíunni á eftir, svo kíkja á verkfræðiliðið á Gauknum og glápa á Eurovision með öðru augana, er slétt sama hver vinnur og kanski maður skemmti sér eitthvað í bænum. Það verður eflaust troðið þannig að ég ætla bara að sjá hvernig kvöldið spilast, hvort ég verði lengi eða stutt.