Önni er bara orðinn fastaskrifari hjá Fólkinu í Morgunblaðinu sem kemur út á föstudögum í dálknum, kæri blogger. Gott ef ekki að þriðja færslan með honum hafi birst núna á föstudaginn. Kanski það endi með því að hann fái bókasamning út á bloggið sitt eins og Beta Rokk fékk víst. Lögfræðingur slash rithöfundur hljómar ekki illa.
Núna eru "einungis" tvær vikur þangað til prófunum lýkur og ég er ekki einu sinni búinn að fara í eitt próf. Dugnaður hefur verið ríkjandi seinustu tvo daga þar sem ég hef setið á bókasafni VRII til 23 á kvöldin og mætt snemma á morgnana. Fólk virðist almenn vera á svipaðri línu og eru helstu kempur úr 6Y t.d. margar hverjar svona lengi á bókasafninu.
Núna eru "einungis" tvær vikur þangað til prófunum lýkur og ég er ekki einu sinni búinn að fara í eitt próf. Dugnaður hefur verið ríkjandi seinustu tvo daga þar sem ég hef setið á bókasafni VRII til 23 á kvöldin og mætt snemma á morgnana. Fólk virðist almenn vera á svipaðri línu og eru helstu kempur úr 6Y t.d. margar hverjar svona lengi á bókasafninu.