A site about nothing...

miðvikudagur, maí 12, 2004

Snilldar konsept sem Beatallica er. Einhverjir gaurar sem mixa saman Bítla og Metallica lögum eins og nafnið gefur til kynna, frekar fyndið stöff sko. Tónlistin er svona í bítlakanntinum og svo syngur gaurinn eins og söngvari Metallica.
Snilldarlag er t.d. Hey Dude, sem mér finnst heavy fyndið nafn á lagi. Annars getið þið tjekkað á þessu á Beatallica.com og þar niðurhalað öllum lögunum þeirra ókeypis.
Djöfull er leiðinlegt að Vélakrakkarnir eru búnir en Iðnaðar ekki. Með hverjum deginum sem líður fækkar á bókasafninu og maður þekki færri og færri. En þetta fer bráðum að verða búið. Einungis 3 dagar þangað til þetta klárast og óneitanlega kominn pínu tilhlökkun í mann.
Einnig er komin tilhlökkun varðandi Carlsberg deildina sem byrjar á þriðjudaginn 18. maí og eigum við í FC Kaos opnunarleik á móti Stormi. Ég fjárfesti í legghlífum í dag svo sköflungarnir á mér haldist heilir og ég geti tæklað mann og annan.
Fregnir herma að Rafael Van Der Vaart hafi verið í Manchester borg í dag og það væri nú ekki leiðinlegt að klófesta kauða, enda vantar Man Utd tilfinningalega skapandi miðjumann.