Ég var aðeins að pæla með msn dæmið allt saman og broskallana sem maður getur notað í samtölunum. Nú er það þannig að íslendingar upp til hópa hafa mjög kaldhæðin húmor og fattast oft ekki hvort fólk sé að segja e-ð í alvöru eða kaldhæðni nema ef væri fyrir tóninn sem setningin var sögð í. Nú vill það þannig til að maður heyrir ekki hvernig manneskja sem maður er að spjalla við á msn segir setninguna og því erfitt að meta hvort manneskjan sé að reyna að vera kaldhæðin eða sé að meina hana. Þarna koma broskallarnir til sögu, ef maður er kaldhæðinn skellir maður kanski einu stykki af broskalli með og þá á fólk að fatta að þetta var sagt í kaldhæðni. En hvernig væri það ef broskallarnir væru ekki í msn forritinu? Væru ekki allir í fýlu því þeir héldu að félaginn hefði sagt eitthvað vont um þá, þegar hann var í rauninni að vera kaldhæðinn. Maður á svosem aldrei eftir að komast að þessu því broskallarnir í msn eru svo stór hluti af forritinu sem slíku og ólíklegt að þeir detti út.
fimmtudagur, maí 06, 2004
|
<< Home