One down, four to go...
Fyrsta prófið í dag og gekk það bara ágætlega. Þetta var í framleiðsluferlum og var gagnapróf sem er alltaf gott að fara í, sérstaklega þegar um svona mikið og ólíkt efni er að ræða. Prófið var í rauninni þannig að það athugaði hvað þú gast komið frá þér á tíma því ef nægur tími væri gætu allir fengið 10. Á morgun er svo næsta próf og í sannleika sagt var ekki mikið lært í dag. Bæði er ég búinn að fara yfir allt námsefnið þó svo það sé margt sem mætti alveg skoða betur og þar fyrir utan þá er alltaf erfitt að koma sér í gang eftir próf.
Ég fór t.d. eftir prófið í dag með Káka og Fjalarri á Vitabar þar sem við fengum okkur einn juicy burger, fröllur og kók sem rann vel niður eftir prófið. Svo fór ég einn í Elko og fjárfesti í big ass headphones á hreint út sagt frábæru verði, eða 1500kall. Þetta er besta verð sem ég hef séð lengi á jafngóðum heyrnartólum þannig að ef fólk er í svona hugleiðingum, endilega tjekka á Elko. Einnig kom ég við í gleraugnabúð Hagkaups þar sem ég keypti gleraugun mín því spangirnar voru of þröngar og voru að pirra mig. Ég var búinn að fara einu sinni áður, þegar ég var óklipptur og vel úfinn og þá víkkuðu þeir bilið og ég hélt að það væri nóg. En svo fór allt hárið af og þetta fór að pirra mig meira en fyrr. Þannig að ég kom við aftur í dag og þeir redduðu þessu eins og seinast, partur af þjónustunni sagði kallinn. Þetta er almennilegt þjónustufyrirtæki verð ég að segja.
Vélin á mikið hrós skilið í þessum prófum. Í ein þrjú eða fjögur skipti hafa þeir boðið upp á pizzur og var eitt slíkt skipta í dag. Hver maður fékk frekar mikið þar sem fólk var ekki mikið að mæta í þetta og því var þetta í raun ókeypis kvöldmatur. Eftir matinn fórum ég, Addi AK og Hrafn að ræða um svona hæ-sambönd og þesskonar hluti. Hæ sambönd eru merkilegur andskoti. Oftar en ekki þekki maður manneskjuna mjög lítið og einhverja hluta vegna tekur maður svona vandræðalegt hæ þegar maður rekst á manneskjuna, hvort sem það er á göngum VR eða einhversstaðar annarsstaðar. Svo er alltaf spurning hvort maður eigi að segja hæ. Setjum upp dæmi:
Þú ert að labba á annarri hæð á VR tveimur í áttina að tölvustofunni og sérð neðar á ganginum manneskju koma á móti þér. Þetta er manneskja sem maður stynur upp vandræðalegu hæ-i þegar maður hittir hana en þú veist ekki alveg ástæðuna þar að baki. Svo labbið þið að hvor öðrum og allan tíman meðan þið nálgist eruð þið að velta því fyrir ykkur, á ég að segja hæ? Manneskjan er auðvitað líka að pæla í þessu og þegir á meðan. Maður vill helst ekki vera fyrri til og vonar að hinn segi eitthvað en svo gerist það ekki. Þá er spurningin hvort maður stynur upp vandræðalegu hæi eða labbar framhjá og lætur eins og manneskjan hafi ekkert verið þarna.
Svona eru nú mannleg samskipti flókin og skemmtileg finnst ykkur ekki?
Fyrsta prófið í dag og gekk það bara ágætlega. Þetta var í framleiðsluferlum og var gagnapróf sem er alltaf gott að fara í, sérstaklega þegar um svona mikið og ólíkt efni er að ræða. Prófið var í rauninni þannig að það athugaði hvað þú gast komið frá þér á tíma því ef nægur tími væri gætu allir fengið 10. Á morgun er svo næsta próf og í sannleika sagt var ekki mikið lært í dag. Bæði er ég búinn að fara yfir allt námsefnið þó svo það sé margt sem mætti alveg skoða betur og þar fyrir utan þá er alltaf erfitt að koma sér í gang eftir próf.
Ég fór t.d. eftir prófið í dag með Káka og Fjalarri á Vitabar þar sem við fengum okkur einn juicy burger, fröllur og kók sem rann vel niður eftir prófið. Svo fór ég einn í Elko og fjárfesti í big ass headphones á hreint út sagt frábæru verði, eða 1500kall. Þetta er besta verð sem ég hef séð lengi á jafngóðum heyrnartólum þannig að ef fólk er í svona hugleiðingum, endilega tjekka á Elko. Einnig kom ég við í gleraugnabúð Hagkaups þar sem ég keypti gleraugun mín því spangirnar voru of þröngar og voru að pirra mig. Ég var búinn að fara einu sinni áður, þegar ég var óklipptur og vel úfinn og þá víkkuðu þeir bilið og ég hélt að það væri nóg. En svo fór allt hárið af og þetta fór að pirra mig meira en fyrr. Þannig að ég kom við aftur í dag og þeir redduðu þessu eins og seinast, partur af þjónustunni sagði kallinn. Þetta er almennilegt þjónustufyrirtæki verð ég að segja.
Vélin á mikið hrós skilið í þessum prófum. Í ein þrjú eða fjögur skipti hafa þeir boðið upp á pizzur og var eitt slíkt skipta í dag. Hver maður fékk frekar mikið þar sem fólk var ekki mikið að mæta í þetta og því var þetta í raun ókeypis kvöldmatur. Eftir matinn fórum ég, Addi AK og Hrafn að ræða um svona hæ-sambönd og þesskonar hluti. Hæ sambönd eru merkilegur andskoti. Oftar en ekki þekki maður manneskjuna mjög lítið og einhverja hluta vegna tekur maður svona vandræðalegt hæ þegar maður rekst á manneskjuna, hvort sem það er á göngum VR eða einhversstaðar annarsstaðar. Svo er alltaf spurning hvort maður eigi að segja hæ. Setjum upp dæmi:
Þú ert að labba á annarri hæð á VR tveimur í áttina að tölvustofunni og sérð neðar á ganginum manneskju koma á móti þér. Þetta er manneskja sem maður stynur upp vandræðalegu hæ-i þegar maður hittir hana en þú veist ekki alveg ástæðuna þar að baki. Svo labbið þið að hvor öðrum og allan tíman meðan þið nálgist eruð þið að velta því fyrir ykkur, á ég að segja hæ? Manneskjan er auðvitað líka að pæla í þessu og þegir á meðan. Maður vill helst ekki vera fyrri til og vonar að hinn segi eitthvað en svo gerist það ekki. Þá er spurningin hvort maður stynur upp vandræðalegu hæi eða labbar framhjá og lætur eins og manneskjan hafi ekkert verið þarna.
Svona eru nú mannleg samskipti flókin og skemmtileg finnst ykkur ekki?