A site about nothing...

fimmtudagur, maí 20, 2004

Fór og keypti mér tölvuleik í dag svo ég hafi eitthvað að gera í fríinu og fyrir valinu varð Pro Evolution Soccer 3 sem ku vera ansi góður og sumir ganga jafnvel svo langt að segja hann besta fótboltaleikinn. Því var mikil tilhlökkun í mínum þegar hann kom heim og ætlaði að installa leiknum. Eins og venja er með leiki þá var svona plast utan um umbúðirnar og innsigli sem segir að ef það er rofið þá megi ekki skila vörunni. Ég ríf plastið af og opna boxið utan um leikinn. Inni í boxinu var bara einn diskur sem kom mér svolítið á óvart því flestir leikir í dag eru 2 diskar. Ég aðgætti boxið því betur og sá þá að utan á því stóð PC DVD en ekki PC ROM. Nú eru góð ráð dýr því það er held ég mjög ströng regla um þetta, en ég ætla að prufa að væla í BT á föstudaginn þegar það opnar aftur. En ef einhver á DVD drif sem hann þarf ekki að nota þá má hann svosem kommenta hérna og ég gæti kanski keypt það á sanngjörnu verði.
Það sannaðist í kvöld hvað knattspyrna getur verið hættuleg íþrótt. Við spiluðum eins og venjulega og þetta gerðist undir lok tímans. Ég og Fjalarr fórum báðir upp í skallabolta og ég er höfðinu minni en hann þannig að ennið á mér fór í nefið á Fjalarri og ég heyrði strax að eitthvað hefði líklega brotnað. Hann féll við, líkt og ég og greip um nef sér því það fossblæddi. Við hættum vitaskuld strax og eftir pínu tíma skutlaði Kiddi, Fjalarri upp á slysó. Það er alltaf leiðinlegt þegar eitthvað svona gerist og þetta sýnir að maður verður að passa sig.