A site about nothing...

föstudagur, maí 14, 2004

Margir vina minna kalla mig Tari Miðja, Miðjan eða Midfield. En nú stígur fram í dagsljósið nýr Tari, Tilboðs Tari. Því hefur verið fleygt á göngum VRII að ég sé maðurinn sem viti um öll tilboð og flest þeirra tengjast mat. Þannig að ef fólk ætlar að fá sér eitthvað að borða á það til að spyrja mig hvar sé besta tilboðið í gangi. Þetta er greinilega hæfileiki og vil ég kalla mig ofurhetju sökum þessa hæfileika. En ég er ekki ofurhetja sem hefur bara einn hæfileika, ó nei. Hinn hæfileikinn minn er eins og ég greindi frá hér einhvern tíma að sjá líkindi með fólki, þ.e. að sjá hver líkist hverjum. Þetta getur bæði verið gott og vont. Vont spyrjið þið, jú ef maður fattar að einhver gella lítur út eins og Óli Prump sem var með mér í grunnskóla er þetta slæmur hæfileiki.
Einnig er ég magnaður, rafmagnaður hreint út sagt, sem er enn einn hæfileikinn en hann telst meira böl heldur en eitthvað gott. Því þegar ég er á bókasafni VRII og er að fara upp stigann á efri hæð safnsins á ég það mjög oft til að fá raflost í höndina þegar ég kem við stálið í handriðinu, sem getur verið mjög vont. Já það fylgja bæði kostir og gallar því að vera ofurhetja.
Þetta er tímamótafærsla þar sem þetta er seinasta færslan mín úr tölvuveri VRII í dágóðan tíma, því það er að koma sumar og frí sem því fylgir. Þannig að næst þegar ég blogga mun ég vera búinn í prófum, eftir mánaðarlanga prófa og læritörn.