A site about nothing...

fimmtudagur, maí 27, 2004

Eins og margir vita hef ég ansi gaman af tónlist og hluti af því er að lesa um hana. Það blað sem mér finnst hvað best er Q og ef ég fer t.d. til útlanda er mjög líklegt að ég fjárfesti í einu slíku til að lesa í flugvélinni. Málið með svona útlend blöð á Íslandi er hversu dýr þau eru, það er hreinlega fáránlegt. Maður er að punga út 1200 kallinum fyrir eitt blað á meðan í bretlandi kostar þetta 4 pund eða svo. Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér hvað það kosti að vera áskrifandi og fá bara blöðin beint frá Bretlandi. Því kíkti ég á heimasíðu Q og komst að því að þetta væri ekki svo dýrt, eða 39 pund fyrir allt árið, sem verður að teljast ansi gott, því bæði er blaðið veglegt og því fylgir oft einhver geisladiskur með ákveðnu þema. Svo hringdi ég í dag til póstsins til að tjekka hvað þeir taka fyrir þetta og komst að því að það er ekki svo mikið. Því lítur dæmið þannig út fyrir mér að fyrir heilt ár af Q er maður að borga svona 6500-7000 krónur fyrir allan pakkann, allaveganna miðað við þær upplýsingar sem ég hef. Feitur sparnaður, og þessvegna kýldi ég á þetta.
Fékk útúr tveimur seinustu prófunum í dag, 7 í greiningu IIB og maður bara sáttur með það, og svo 8 í framleiðslu og tæknibúnaði. Prófin gengu sæmilega bara, ein 5 í varmanum en miðað við gengið í prófinu get ég svosem verið sáttur. Til að verðlauna sjálfan mig, maður á alltaf að verðlauna sjálfan sig ef maður stendur sig ágætlega, keypti ég mér tvo dvd diska þar sem það er enginn vsk á þeim í Skífunni um þessar mundir. Fyrir valinu urðu Hullabaloo með Muse og Family Guy sería eitt.