A site about nothing...

þriðjudagur, maí 25, 2004

Bongo gott veður í dag og Sigurjón vakti mig og dreif mig í golf. Við fórum á Bakkakot í Mosfellsdalnum þar sem var bara ansi gott veður í allan dag og sól allan tímann meðan við spiluðum. Við vorum um 5 tíma að spila og ég afrekaði að brenna á framhandleggjunum og handarbaki því er enginn hanski var á, en það var í rauninni það eina sem ég afrekaði því golfið hjá mér var ekki nógu gott. Sigurjón hinsvegar átti eflaust einn sinn besta hring og spilaði á 1 yfir pari vallarins, reyndar með pínu hjálp frá Mulligan en engu að síður mikið afrek.
Þegar ég komst að því að ég myndi ekki byrja að vinna í maí mánuði var ég soldið súr því bæði vildi ég peninginn og taldi líka að ég hefði ekkert að gera nema að bora í nefið. En svona eftir á að hyggja er þetta búið að vera ansi næs hingað til að gera bara það sem manni dettur í hug þá stundina, svona pínu sumarfrí á íslandi, sem er ekki eitthvað sem er nýtt, allaveganna ekki af mér. Ég fer vanalega til útlanda, og ég var að pæla í því í þetta skiptið en mamma hafði vit fyrir mér. En ég stefni þó að fara eitthvað út, en bara í haust. Svona chill áður en skólinn byrjar eða er byrjaður og núna er ég í svona chilli áður en vinnan byrjar sem er gaman.