A site about nothing...

föstudagur, maí 21, 2004

Ég, Sjonni, Gulli og Gunni B fórum til Hveragerðis í gær og spiluðum golf. Veðrið var frekar skrýtið meðan við spiluðum. Meðan við tókum fyrri níu var pínu úði og svona andvari og þess á milli logn og ekki rigning. Sólin skein aðeins stundum á milli skýjanna en annars var grátt yfir. Þegar við vorum að klára fyrri níu fór að rigna aðeins meira. Svo fórum við og fengum okkur að borða. Þegar við komum aftur var grenjandi rigning og rok. Við biðum aðeins inni í klúbbhúsinu og þá stytti upp og það kom logn. Það hélst í svona tvær brautir. Á þeirri þriðju var allt í einu komið mikið rok. Svo kom rigning fljótlega eftir að við vorum byrjaðir að spila þá braut. Þegar við komum á fjórðu braut þá nennti ég ekki að standa í þessu og fór en strákarnir héldu áfram í grenjandi rigninu og roki.
Fyrsti leikurinn í Carlsberg deildinni er á morgun og af þeim 11 sem eru í hópnum vantar 5. Því þurftum við að redda varamönnum og erum núna 10 sem munum spila á morgun. Þetta verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer allt saman þar sem þolið mætti vera betra hjá mörgum okkur. En aðalmálið í sumar er bara að hafa gaman af þessu og það er það sem við ætlum að gera.