A site about nothing...

fimmtudagur, desember 30, 2004

Árið bara að líða undir lok. Það hefur svo sannarlega flogið áfram því mér finnst mjög stutt síðan seinustu áramót voru. Ætlunin er hjá mér að vera með svona lista yfir hvað mér fannst best í músíkinni og jafnvel kvikmyndum og það kemur hér von bráðar, þ.e. þegar ég nenni því.
Annars var bolti í gær eins og alltaf á miðvikudögum og nú í gær eins og seinasta miðvikudag spiluðum við þrjá á þrjá. Undir lokin var þetta orðin göngubolti enda fæstir þeirra sem spiluðu með þol í einhver massíf hlaup. Eftir boltann var svo kíkt á afmælisbarnið, Kidda, og Þórunni líka í nýju íbúðinni þeirra þar sem var eitthvað spilað fram eftir nóttu.
Að lokum ef einhvern langar í gmail, kommentaðu bara og skildu eftir póstfang og ég skal plögga það, á 10 invitations á gmail, sem er besti pósturinn í dag, án vafa.

þriðjudagur, desember 28, 2004

Djöfull hata ég munnangur, vildi bara deila þessu með ykkur.

Kominn tími á jólablogg. Jólin hafa verið mjög fín bara, mjög venjuleg, fyrir utan kanski hvað við borðuðum á aðfangadag, en þá voru nautalundir sem bráðnuðu í munninum, en venjan er samt að hafa rjúpur, heimska veiðibann. Ég fékk fullt af fínum gjöfum og í fyrsta skipti í mörg ár tel ég, þá vissi ég ekkert hvað ég myndi fá, reyndar fyrir utan gallabuxurnar sem ég valdi frá mömmu minni og bróður. Svo fékk ég líka útvarpsvekjaraklukku sem er mjög gott því að láta símann vekja mig var að æra mig. Á jóladag var jólaboð hjá okkur þar sem systkini mömmu og fjölskyldur koma og nú eru barnabörn farin að bætast í hópinn þannig að það var kátt á hjalla hér á þessum bæ, með 5 trítilóð börn.
Annar í jólum þá er eiginlega aldrei nein veisla þannig að maður svaf bara út, fór aðeins í Laugar og tók æfingu með Einari og um kvöldið hitti ég Fjalla, Káka, Gunna og fleiri og við spiluðum popppunktsspilið heima hjá Gunna. Ég fékk viðurnefnið Óli Palli vegna vitneskju minnar en það dugði þó ekki til sigurs.
Annars er ég byrjaður að snúa við sólarhringnum í jólafríinu, vaki til 5 eða 6 og vakna svona 14 eða 15, borða þá morgunmat og svona klukkustund síðar fer ég í Laugar. Orkan er samt ekki alveg sú mesta þegar maður er tiltölulega nývaknaður þannig að það er spurning hvort ég fari að æfa á kvöldin bara, eða fyrr að sofa hehe.
Svo eru áramótin framundan og mér sýnist málið vera að fara á Hressó þar sem bekkjasystur mínar úr MR, þær Ragnhildur og Heiða Njóla eru með áramótageim. Það verður skemmtilegt að fagna nýju ári með góðum vinum.

föstudagur, desember 24, 2004

Kaldasti Þorlákur sem ég man eftir var í dag. Reyndar man ég ekkert hvernig veðrið var í fyrra en asskolli var kalt áðan. Fór í bæinn um kvöldið, rölti aðeins um og tók einhverjar artí fartí myndir og heimsótti Auði frænku mína í Iðu, þar sem hún vinnur. Svo þegar ég var kominn með nóg af kuldanum skellti ég mér til Tumans og þar sátum við félagarnir og hnoðuðum piparkökur alveg hægri vinstri á meðan Bubbi var live frá Nasa. Svo um tólfleytið fórum við á Ingólfstorg, þar sem ár hvert safnast margir krakkar og ganga í kringum jólatré og syngja. Mjög skemmtileg hefð að mínu mati. Svo smellti maður nokkrum kossum og tók í nokkra spaða og óskaði öllu gleðilegra jóla.
Plan morgundagsins er að fara í gufu í World Class og jafnvel að borða þar líka og svo taka jólasturtuna þar, össs það verður rosalegt.

fimmtudagur, desember 23, 2004

Drengurinn kann þetta.

Myndir frá próflokadjammi komnar inn.

Maður er ekki að hata það að vera búinn. Þegar ég skrifaði seinustu færslu var ég kominn með upp í kok og var næstum kominn á fuck-it stigið. Þá gefur maður skít í allt og bara hættir að læra. En það fór samt ekki alveg þannig. Svo tók ég prófin og það gekk bara sæmilega held ég. Á milli prófanna sá ég fyrstu einkunnina sem var 8 í aflfræði og það svona gaf manni auka búst og maður er bara þokkalega sáttur við þá einkunn. Bjóst við að fá svona 5 í haust þegar ég byrjaði.
Í fyrsta skiptið í svona mánuð eða meira lét ég ekki símann vekja mig og svaf út, þ.e. til 11, en hafði farið að sofa hálffimm eftir próflokadjammið. Svo var dagurinn bara pakkaður í svona jólastússi sem þurfti að redda og svo var miðvikudagsboltinn þar sem menn sem fyrr í dag hringdu og spurðu hvort það yrði ekki bolti í kvöld, mættu ekki. Þannig að það var tekið þrír á þrjá og Káki kom sterkur inn, og sýndi danska sambatakta.
Framundan hérna verður árið gert upp í tónlist, kvikmyndum og fleira, ekki missa af því.

mánudagur, desember 20, 2004

Ég er að morkna.

sunnudagur, desember 19, 2004

Ég veit ekki hvar ég væri án tónlistar. Núna í prófunum hef ég hlustað mjög mikið á tónlist og er nánast undantekningarlaust að hlusta á eitthvað. Vanalega byrja ég daginn á einhverju svona mjúku eins og Zero 7- when it falls plötunni, eða Air. Svo reyni ég að hlusta á diska sem ég hef hlustað á áður og fíla því þá er ég ekki of mikið að pæla í tónlistinni og get einbeitt mér að því að læra. Svo með því að hlusta á tónlistina þá finnst mér tíminn líða hraðar og ég get einhvernveginn setið lengur við. Svo ef rólega tónlistin er að svæfa mig þá er um að gera að skella á System of a down á eða Prodigy og vekja mann aðeins. Svo finnst mér mjög gott að hlusta á Prodigy þegar ég er að reikna, kemst einhvern veginn í stuð. Svo eru sumir diskar sem eru spilaðir meira en aðrir og má þar nefna Ed Harcourt - Strangers, Broken Social Scene - You forget in it sem kapteinn Árni Már benti mér á, áðurnefndur Zero 7 og svo nýlega náði ég í Nýja heims synfoníu Dvoráks sem er uppáhaldssynfonían mín og hef ég soldið hlustað á hana. Coldplay, Muse, Radiohead hafa fengið að fljóta líka enda er maður hérna í 12-14 tíma á dag og því getur maður hlustað á nóg af tónlist. Svo ef ég þarf að lesa þá set ég oft á Godspeed you black emperor, sem er fín svona background tónlist eða Blue States.
Svo er ég farinn að enda daginn á því, áður en ég fer að sofa að horfa á einn þátt af Seinfeld, úr fimmtu seríu, snilldarþættir þar á ferð.
Í jólafríinu ætla ég að horfa á Seinfeld og Simpsons, spila Fifa 2005 og football manager, þannig að það verður nóg að gera hjá mér.

Síðasti sunnudagurinn minn á VRII á þessu ári er runninn upp. Það er ekki laust við að fólk sé almennt orðið frekar þreytt og farið að hlakka til að chilla um jólin. Skólinn byrjar svo aftur 10. janúar en mér og fleirum stendur til boða að taka kúrs sem verður kenndur í janúar, svona crash course, og þá byrjar hann 3. janúar. Spurning hvort maður meiki það, en á móti kemur að maður ætti að geta tekið 6 fög á næstu önn. Ég ætla að hugsa málið aðeins.

föstudagur, desember 17, 2004

Ég hef held ég örugglega sagt frá því hérna að það er farin að vinna við skúringarnar í VRII frekar flott stelpa. Þar sem maður er nú ekki blindur hefur maður tekið eftir þessu og þannig æxlaðust hlutirnir í dag að ég og hún vorum ein inni á karlasalerninu á þriðju hæðinni. Ég sagði ekki neitt við hana né gerði einhver move til að heilla hana. Svona eins og þegar fuglar sperra fjaðrirnar til að vekja á sér athygli. Enda karlasalerni ekki beint mest huggulegi staðurinn til að vera að reyna við stelpur á. Hvað finnst ykkur, voru mistök af minni hálfu að nýta mér ekki aðstæður til að kanski beina pínu athygli að mér, þá er ég ekki að meina að bjóða henni á deit þarna á stundinni, eða gerði ég það rétta í stöðunni?
En á öðrum nótum þá er ég svona 85% þéttur á því að kíkja í Laugar á aðfangadag, fara kanski í pottinn og svo í jólasturtuna í bestu sturtum í heimi. Ef einhver vill koma með, þá bara endilega tala við mig.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Sæll félagi, var að fá mér Firefox frá Mozilla og fjandinn hafi það, þetta er snilld. Fuck Internet Explorer, Firefox er málið. Mæli með því fyrir alla, hressar konur og kalla.
Annars er ég ekkert svona hress þessa stundina. Klúðraði hagverkfræðiprófinu royally í dag með því t.d. að vera meira en klukkutíma með dæmi sem gilti 10%, því ég var eitthvað unsure á því. Ég þoli ekki þegar maður er svona þrjóskur að maður verði að klára þetta. Auðvitað átti ég að hætta bara þegar hálftími var liðinn en nei ég þrjóskaðist við. Svo kom kennarinn og ég spurði hann eitthvað út í þetta, þá benti hann mér á að ég væri með vitlausar tölur í þessu, hafði gert aðferðina vitlaust. GREAT. Svo gaf hann mér pointers og þá var ég svona 5 mínútur að leysa þetta en þetta hafði áhrif á restina af prófinu og þetta leiddi til þess að ég gat ekki klárað allt. Prófið innihélt svona krossaspurningar sem giltu 15% og ef þú svaraðir öllum vitlaust þá dragast 15% frá einkuninni. Reyndar var þetta bara rétt eða rangt, en nasty samt. Ég held ég taki þetta í sumarprófi ef einkunn mín úr þessu fagi verði 5 eða 6, 7 sleppur.
Kaffisvelgirnir á þriðja ári keyptu sér kaffivél í gær sem hefur fengið nafnið Dísa og er einhver úber mega dúper kaffivél með í það minnsta tvær mismunandi hitastillingar. Ein þegar verið er að hella upp á og svo ein þegar kaffið stendur, þriðjungi minni hiti þá víst svo það sjóði ekki. Vélin kostaði 14 þúsund kall og þegar ég leitaði viðbragða hjá þeim um kaffið, eftir fyrstu uppáhellingu þá fékk ég að heyra að það væri heitt. Greinilegt að Dísa hitar vel undir.

mánudagur, desember 13, 2004

Allir nemendur Háskólans hafa eflaust fengið póstinn frá Hreini Pálssyni þar sem hann greinir frá nýju leið Háskólans til að spara. Jú þeir hafa fundið kostnaðarlið sem má missa sín og á eflaust eftir að tryggja það að skólinn verði rekinn með hagnaði. Hvernig fara þeir að því? Jú með því að sleppa að búa til límmiðina sem eru framan á prófbókunum, sem tilgreinir nafn og númer námskeiðs og láta nemendur í staðinn útfylla þetta. Gaman að sjá hvað Háskólinn er sniðugur í því að spara, enda kosta svona límmiðar og vinnan við að skella þeim á bókina eflaust skólann gríðarlegan pening. Svo með tilkomu þess að skólagjöldin hækka úr 32þúsund um það bil í 45þúsund kall þá sér Háskólinn væntanlega fram á það að vera réttu megin við núllið, svona til tilbreytingar.

Massive. Fyrsta prófið búið og ég þónokkuð þéttur á því að hafa náð því. Prófið var semsagt í Aflfræði og var bara mjög þægilegt og kennarinn fær mikið lof fyrir að hjálpa manni í prófinu ef maður þurfti þess. Ólíkt mörgum kennurum sem ekkert vilja segja.

laugardagur, desember 11, 2004

Veikur og það á versta tíma. Kvefið skelltist yfir mig í gær, eftir að hafa verið slakur í hálsinum nokkra daga á undan. Þetta er nú ekki besta tímasetning, því þó það sé slæmt að vera almennt veikur í prófum er það verra núna þegar öll mín athygli þarf að vera á aflfræðinni. En maður reynir bara að þrauka og einbeita sér milli þess sem maður hleypur á klósettið og blæs hressilega.
Engar nýjar Jeff Daniels sögur í dag, sem er slæmt ég veit. En ef ykkur vantar að vita meira, tjekkið á síðunni hans Tuma.

föstudagur, desember 10, 2004

Borðið mitt uppi á annarri hæð safnsins er við súlu, handriðamegin, og því er lappaplássið undir því frekar lítið. Og eftir að hafa eitt umtalsverðum tíma hérna upp á síðkastið hef ég komist að því sem eflaust lappalangar manneskjur upplifa oft í löngum flugum, hversu þreyttur maður verður í löppunum ef ekki er hægt að teygja úr sér. Þetta lýsir sér hjá mér sem svona beinverkur í hnjánum og er svona frekar pirrandi verð ég að segja.
Annað sem ég hef komist að með dvöl minni hér í gegnum tíðina er hvað sumt fólk kann ekki að vera á bókasafni. Ef síminn hringir þykir þeim ekkert tiltökumál að vera bara inni á safni að svara og eru ekkert að lækka róminn. Svo stundum fer fólkið ekkert fram eða er jafnvel lengi fram og maður heyrir því í því vera að spjalla meðan það drattast fram.

Ég hef verið eitthvað hálfslakur í hálsi seinustu tvo daga og ekki skánaði það í kvöld. Þá kom ég heim og það var opinn After Eight kassi og þar sem það er svona súkkulaði í uppáhaldi skellti ég í mig einni plötu. Ég er með mjög sérstakan hátt á því að borða After eight þar sem ég reyni að njóta þess sem lengst, steikt ég veit. En þetta geri ég með því að setja plötuna upp í góminn og svona hægt og rólega bráðnar súkkulaðið og myntufyllingin kemur í ljós, voða ritual. Svo gerði ég þetta í kvöld og jafnframt var ég að lesa eitthvað blað þannig að ég svona hallaði mér fram. Svo þurfti ég að kyngja og þá vildi ekki betur til en þannig að hluti af súkkulaðinu fór upp í nefið á mér. Já þið lásuð rétt upp í nef. Við þetta fór ég að hósta þar sem þetta var mjög óþægilegt og reyndi að losa þetta úr göngunum á milli munnhols og nefhols og myntan hafði þau áhrif að það byrjaði að leka aðeins úr nefinu þannig að ég snýtti mér og þá var það brúnt hehe. Þetta var eflaust meira en þið vilduð vita þannig að ég segi ekkert meira um þetta.
Komst að því í kvöld að "Jeff Daniels" vinur okkar á safninu er víst bara fíbbl. Hann er að læra þarna með kærustunni sinni og þau voru eitt kvöldið á leiðinni upp á efri hæð safnsins. Hún labbaði á eftir honum með fangið fullt af bókum og einhverju og hann var á undan henni að því er virðist með voðalega lítið. Svo var borð laust rétt hjá mér og Tuma og hún setti dótið þangað meðan þau fóru að leita að öðru borði á annarri hæð safnsins. Það gekk ekki, þannig að vinur okkar Jeff, tók sig til og færði allt dótið hennar af borðinu og settist þar og sagði við kærustuna, að hann hafði verið á undan upp.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Það kæmi mér hreinlega ekki á óvart ef það yxu á mér tálkn svo mikil er vatnsneysla mín um þessar mundir. Maður hefur svosem alltaf drukkið vatn og allt það en ekki í svona miklu mæli og núna í prófunum. Þetta er meira að segja orðið það alvarlegt að þegar ég fór með nokkrum strákum að borða kvöldmat á KFC þá fékk ég mér vatn með bbq burgernum mínum, sem var þó reyndar alveg ágætt. Kanski að ég ætti bara að segja og skrifa hér og nú að ég ætla ekki að drekka neitt kók í prófunum? Á þeim tíma þar sem koffínþörfin er oft hvað mest. Er það kanski ekki of langt gengið? Ég læt ykkur vita hvernig fer.
Í dag var svo ákveðið hvert skal haldið í útskriftarferð, loksins. Farið verður í námsferð til Boston og New York. Frá New York verður svo flogið til Puerto Plata sem er norðurströnd Dómíniska lýðveldisins og munum við gista á hóteli sem er staðsett hjá Cabarete, sem er heimsfrægur fyrir góða aðstöðu til að "windsurfa". Svo er ekki verra að það er urmull af geðveikum golfvöllum þarna, svo maður tekur eflaust einn hring eða tvo í því, milli þess sem maður flatmagar á ströndinni eða í lauginni. Hljómar ekki illa.

mánudagur, desember 06, 2004

Hvern hefði grunað að Jeff Daniels væri að læra á VRII akkúrat núna þegar þetta er skrifað? Þetta er náttúrulega ekkert hann, heldur einhver íslenskur tvífari hans sem er að læra lögfræði og ég, Tumi og Bolli höfum verið að hlæja yfir hversu líkur hann er Daniels. Það sem gerir þetta náttúrulega fyndnara að maður má ekkert skella upp úr hérna á safninu og því verður þetta einhvernveginn fyndnara fyrir vikið. Svona eins og þegar maður er í kirkju og á erfitt með að hemja sig við að hlæja ekki ef eitthvað kitlar hláturtaugarnar.

sunnudagur, desember 05, 2004

Það er alveg ótrúlegt hvað sjónvarpsframleiðendum dettur í hug. Ég sá áðan þátt þar sem eitthvað lið situr um gaura sem eru að halda framhjá konunni sinni og svo hafa þeir svona confrontation, milli mannsins og konunnar og kanski ástkonunnar líka, ekkert í sjónvarpssal eða neitt heldur bara svona úti á götu ef það hentar þeim.
T.d. áðan í þættinum þá var crewið og stjórnandinn með konu gaurs sem hafði haldið framhjá. Hann var að koma út úr bensínsstöð og þeir fóru að spjalla við hann og báru þetta á hann. Svo heppilega vildi til einhvernveginn að ástkonan var þarna líka, hvort þeir hafa fengið hana með í von um bitchfight eða hvort hún hafi verið með gaurnum veit ég ekki. Fyrst vildi gaurinn ekki kannast við þetta, en þá sýndu þeir honum eitthvað myndband. Þá sagði gaurinn að þetta væri tvíburabróðir sinn, en konan hans sagði að hann ætti ekki tvíbura, náði næstum því að bjarga sér fyrir horn hehe. Svo kom hann með einhverjar fleiri afsakanir en að lokum varð hann að viðurkenna hvað hann hafði gert og konan hans varð sár og vildi helst ekki tala við hann. En hann þó reyndi að biðjast fyrirgefningar. Mér þykir þetta nú fulllangt gengið í raunveruleikasjónvarpinu.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Mér líður hreinlega illa ég er að verða svo fátækur. Sárt að sjá peninginn fjúka út af reikningum í svona miklu magni. Á þó ennþá eftir að borga helv... 80 þúsund kallinn.
Nú er ekki laust við að maður telur niður þangað til prófin eru búin og chillið getur hafist. Á þriðjudaginn sem leið voru þrjár vikur eftir í frí þannig að þetta styttist, en samt er nú prófalestur ekki almennilega hafin. Ég er samt úberskipulagður fyrir prófalesturinn og búinn að nota kvika bestun til að leysa það hvernig ég eigi að skipta niður dögum fyrir prófin þannig að viðunandi árangur náist. Hvert fag fær í það minnsta þrjá daga þannig að þetta lítur ágætlega út, en reyndar er efnafræðin aðeins að stríða mér um þessar mundir, enda hef ég varla gert neitt annað seinustu daga, þ.e. að reikna og lesa efnafræði. Dagurinn í gær var t.d. frekar productive í því en að sama skapi var dagurinn í dag slæmur, sem er ekki gott fyrir skemað mitt. En þetta reddast allt á morgun tel ég og þá er ég back on track.
Eitt sem fer dálítið í taugarnar á mér um þessar mundir er reykhornið í VR, við innganginn sem er nær Björnsbakarí. Þar eiga nokkrir aðilar það til að reykja þó svo að það sé bannað, og meira segja eitthvað skilti sem tilkynni það. En þessir aðilar láta það ekkert á sig fá og halda áfram að púa þannig að maður veður reyk þegar maður ætlar þarna inn eða út. Mjög svo pirrandi.