Borðið mitt uppi á annarri hæð safnsins er við súlu, handriðamegin, og því er lappaplássið undir því frekar lítið. Og eftir að hafa eitt umtalsverðum tíma hérna upp á síðkastið hef ég komist að því sem eflaust lappalangar manneskjur upplifa oft í löngum flugum, hversu þreyttur maður verður í löppunum ef ekki er hægt að teygja úr sér. Þetta lýsir sér hjá mér sem svona beinverkur í hnjánum og er svona frekar pirrandi verð ég að segja.
Annað sem ég hef komist að með dvöl minni hér í gegnum tíðina er hvað sumt fólk kann ekki að vera á bókasafni. Ef síminn hringir þykir þeim ekkert tiltökumál að vera bara inni á safni að svara og eru ekkert að lækka róminn. Svo stundum fer fólkið ekkert fram eða er jafnvel lengi fram og maður heyrir því í því vera að spjalla meðan það drattast fram.
Annað sem ég hef komist að með dvöl minni hér í gegnum tíðina er hvað sumt fólk kann ekki að vera á bókasafni. Ef síminn hringir þykir þeim ekkert tiltökumál að vera bara inni á safni að svara og eru ekkert að lækka róminn. Svo stundum fer fólkið ekkert fram eða er jafnvel lengi fram og maður heyrir því í því vera að spjalla meðan það drattast fram.