Kominn tími á jólablogg. Jólin hafa verið mjög fín bara, mjög venjuleg, fyrir utan kanski hvað við borðuðum á aðfangadag, en þá voru nautalundir sem bráðnuðu í munninum, en venjan er samt að hafa rjúpur, heimska veiðibann. Ég fékk fullt af fínum gjöfum og í fyrsta skipti í mörg ár tel ég, þá vissi ég ekkert hvað ég myndi fá, reyndar fyrir utan gallabuxurnar sem ég valdi frá mömmu minni og bróður. Svo fékk ég líka útvarpsvekjaraklukku sem er mjög gott því að láta símann vekja mig var að æra mig. Á jóladag var jólaboð hjá okkur þar sem systkini mömmu og fjölskyldur koma og nú eru barnabörn farin að bætast í hópinn þannig að það var kátt á hjalla hér á þessum bæ, með 5 trítilóð börn.
Annar í jólum þá er eiginlega aldrei nein veisla þannig að maður svaf bara út, fór aðeins í Laugar og tók æfingu með Einari og um kvöldið hitti ég Fjalla, Káka, Gunna og fleiri og við spiluðum popppunktsspilið heima hjá Gunna. Ég fékk viðurnefnið Óli Palli vegna vitneskju minnar en það dugði þó ekki til sigurs.
Annars er ég byrjaður að snúa við sólarhringnum í jólafríinu, vaki til 5 eða 6 og vakna svona 14 eða 15, borða þá morgunmat og svona klukkustund síðar fer ég í Laugar. Orkan er samt ekki alveg sú mesta þegar maður er tiltölulega nývaknaður þannig að það er spurning hvort ég fari að æfa á kvöldin bara, eða fyrr að sofa hehe.
Svo eru áramótin framundan og mér sýnist málið vera að fara á Hressó þar sem bekkjasystur mínar úr MR, þær Ragnhildur og Heiða Njóla eru með áramótageim. Það verður skemmtilegt að fagna nýju ári með góðum vinum.
Annar í jólum þá er eiginlega aldrei nein veisla þannig að maður svaf bara út, fór aðeins í Laugar og tók æfingu með Einari og um kvöldið hitti ég Fjalla, Káka, Gunna og fleiri og við spiluðum popppunktsspilið heima hjá Gunna. Ég fékk viðurnefnið Óli Palli vegna vitneskju minnar en það dugði þó ekki til sigurs.
Annars er ég byrjaður að snúa við sólarhringnum í jólafríinu, vaki til 5 eða 6 og vakna svona 14 eða 15, borða þá morgunmat og svona klukkustund síðar fer ég í Laugar. Orkan er samt ekki alveg sú mesta þegar maður er tiltölulega nývaknaður þannig að það er spurning hvort ég fari að æfa á kvöldin bara, eða fyrr að sofa hehe.
Svo eru áramótin framundan og mér sýnist málið vera að fara á Hressó þar sem bekkjasystur mínar úr MR, þær Ragnhildur og Heiða Njóla eru með áramótageim. Það verður skemmtilegt að fagna nýju ári með góðum vinum.