A site about nothing...

mánudagur, desember 13, 2004

Allir nemendur Háskólans hafa eflaust fengið póstinn frá Hreini Pálssyni þar sem hann greinir frá nýju leið Háskólans til að spara. Jú þeir hafa fundið kostnaðarlið sem má missa sín og á eflaust eftir að tryggja það að skólinn verði rekinn með hagnaði. Hvernig fara þeir að því? Jú með því að sleppa að búa til límmiðina sem eru framan á prófbókunum, sem tilgreinir nafn og númer námskeiðs og láta nemendur í staðinn útfylla þetta. Gaman að sjá hvað Háskólinn er sniðugur í því að spara, enda kosta svona límmiðar og vinnan við að skella þeim á bókina eflaust skólann gríðarlegan pening. Svo með tilkomu þess að skólagjöldin hækka úr 32þúsund um það bil í 45þúsund kall þá sér Háskólinn væntanlega fram á það að vera réttu megin við núllið, svona til tilbreytingar.