A site about nothing...

sunnudagur, desember 19, 2004

Ég veit ekki hvar ég væri án tónlistar. Núna í prófunum hef ég hlustað mjög mikið á tónlist og er nánast undantekningarlaust að hlusta á eitthvað. Vanalega byrja ég daginn á einhverju svona mjúku eins og Zero 7- when it falls plötunni, eða Air. Svo reyni ég að hlusta á diska sem ég hef hlustað á áður og fíla því þá er ég ekki of mikið að pæla í tónlistinni og get einbeitt mér að því að læra. Svo með því að hlusta á tónlistina þá finnst mér tíminn líða hraðar og ég get einhvernveginn setið lengur við. Svo ef rólega tónlistin er að svæfa mig þá er um að gera að skella á System of a down á eða Prodigy og vekja mann aðeins. Svo finnst mér mjög gott að hlusta á Prodigy þegar ég er að reikna, kemst einhvern veginn í stuð. Svo eru sumir diskar sem eru spilaðir meira en aðrir og má þar nefna Ed Harcourt - Strangers, Broken Social Scene - You forget in it sem kapteinn Árni Már benti mér á, áðurnefndur Zero 7 og svo nýlega náði ég í Nýja heims synfoníu Dvoráks sem er uppáhaldssynfonían mín og hef ég soldið hlustað á hana. Coldplay, Muse, Radiohead hafa fengið að fljóta líka enda er maður hérna í 12-14 tíma á dag og því getur maður hlustað á nóg af tónlist. Svo ef ég þarf að lesa þá set ég oft á Godspeed you black emperor, sem er fín svona background tónlist eða Blue States.
Svo er ég farinn að enda daginn á því, áður en ég fer að sofa að horfa á einn þátt af Seinfeld, úr fimmtu seríu, snilldarþættir þar á ferð.
Í jólafríinu ætla ég að horfa á Seinfeld og Simpsons, spila Fifa 2005 og football manager, þannig að það verður nóg að gera hjá mér.