A site about nothing...

miðvikudagur, desember 08, 2004

Það kæmi mér hreinlega ekki á óvart ef það yxu á mér tálkn svo mikil er vatnsneysla mín um þessar mundir. Maður hefur svosem alltaf drukkið vatn og allt það en ekki í svona miklu mæli og núna í prófunum. Þetta er meira að segja orðið það alvarlegt að þegar ég fór með nokkrum strákum að borða kvöldmat á KFC þá fékk ég mér vatn með bbq burgernum mínum, sem var þó reyndar alveg ágætt. Kanski að ég ætti bara að segja og skrifa hér og nú að ég ætla ekki að drekka neitt kók í prófunum? Á þeim tíma þar sem koffínþörfin er oft hvað mest. Er það kanski ekki of langt gengið? Ég læt ykkur vita hvernig fer.
Í dag var svo ákveðið hvert skal haldið í útskriftarferð, loksins. Farið verður í námsferð til Boston og New York. Frá New York verður svo flogið til Puerto Plata sem er norðurströnd Dómíniska lýðveldisins og munum við gista á hóteli sem er staðsett hjá Cabarete, sem er heimsfrægur fyrir góða aðstöðu til að "windsurfa". Svo er ekki verra að það er urmull af geðveikum golfvöllum þarna, svo maður tekur eflaust einn hring eða tvo í því, milli þess sem maður flatmagar á ströndinni eða í lauginni. Hljómar ekki illa.