A site about nothing...

fimmtudagur, desember 02, 2004

Mér líður hreinlega illa ég er að verða svo fátækur. Sárt að sjá peninginn fjúka út af reikningum í svona miklu magni. Á þó ennþá eftir að borga helv... 80 þúsund kallinn.
Nú er ekki laust við að maður telur niður þangað til prófin eru búin og chillið getur hafist. Á þriðjudaginn sem leið voru þrjár vikur eftir í frí þannig að þetta styttist, en samt er nú prófalestur ekki almennilega hafin. Ég er samt úberskipulagður fyrir prófalesturinn og búinn að nota kvika bestun til að leysa það hvernig ég eigi að skipta niður dögum fyrir prófin þannig að viðunandi árangur náist. Hvert fag fær í það minnsta þrjá daga þannig að þetta lítur ágætlega út, en reyndar er efnafræðin aðeins að stríða mér um þessar mundir, enda hef ég varla gert neitt annað seinustu daga, þ.e. að reikna og lesa efnafræði. Dagurinn í gær var t.d. frekar productive í því en að sama skapi var dagurinn í dag slæmur, sem er ekki gott fyrir skemað mitt. En þetta reddast allt á morgun tel ég og þá er ég back on track.
Eitt sem fer dálítið í taugarnar á mér um þessar mundir er reykhornið í VR, við innganginn sem er nær Björnsbakarí. Þar eiga nokkrir aðilar það til að reykja þó svo að það sé bannað, og meira segja eitthvað skilti sem tilkynni það. En þessir aðilar láta það ekkert á sig fá og halda áfram að púa þannig að maður veður reyk þegar maður ætlar þarna inn eða út. Mjög svo pirrandi.