A site about nothing...

sunnudagur, desember 05, 2004

Það er alveg ótrúlegt hvað sjónvarpsframleiðendum dettur í hug. Ég sá áðan þátt þar sem eitthvað lið situr um gaura sem eru að halda framhjá konunni sinni og svo hafa þeir svona confrontation, milli mannsins og konunnar og kanski ástkonunnar líka, ekkert í sjónvarpssal eða neitt heldur bara svona úti á götu ef það hentar þeim.
T.d. áðan í þættinum þá var crewið og stjórnandinn með konu gaurs sem hafði haldið framhjá. Hann var að koma út úr bensínsstöð og þeir fóru að spjalla við hann og báru þetta á hann. Svo heppilega vildi til einhvernveginn að ástkonan var þarna líka, hvort þeir hafa fengið hana með í von um bitchfight eða hvort hún hafi verið með gaurnum veit ég ekki. Fyrst vildi gaurinn ekki kannast við þetta, en þá sýndu þeir honum eitthvað myndband. Þá sagði gaurinn að þetta væri tvíburabróðir sinn, en konan hans sagði að hann ætti ekki tvíbura, náði næstum því að bjarga sér fyrir horn hehe. Svo kom hann með einhverjar fleiri afsakanir en að lokum varð hann að viðurkenna hvað hann hafði gert og konan hans varð sár og vildi helst ekki tala við hann. En hann þó reyndi að biðjast fyrirgefningar. Mér þykir þetta nú fulllangt gengið í raunveruleikasjónvarpinu.