Maður er ekki að hata það að vera búinn. Þegar ég skrifaði seinustu færslu var ég kominn með upp í kok og var næstum kominn á fuck-it stigið. Þá gefur maður skít í allt og bara hættir að læra. En það fór samt ekki alveg þannig. Svo tók ég prófin og það gekk bara sæmilega held ég. Á milli prófanna sá ég fyrstu einkunnina sem var 8 í aflfræði og það svona gaf manni auka búst og maður er bara þokkalega sáttur við þá einkunn. Bjóst við að fá svona 5 í haust þegar ég byrjaði.
Í fyrsta skiptið í svona mánuð eða meira lét ég ekki símann vekja mig og svaf út, þ.e. til 11, en hafði farið að sofa hálffimm eftir próflokadjammið. Svo var dagurinn bara pakkaður í svona jólastússi sem þurfti að redda og svo var miðvikudagsboltinn þar sem menn sem fyrr í dag hringdu og spurðu hvort það yrði ekki bolti í kvöld, mættu ekki. Þannig að það var tekið þrír á þrjá og Káki kom sterkur inn, og sýndi danska sambatakta.
Framundan hérna verður árið gert upp í tónlist, kvikmyndum og fleira, ekki missa af því.
Í fyrsta skiptið í svona mánuð eða meira lét ég ekki símann vekja mig og svaf út, þ.e. til 11, en hafði farið að sofa hálffimm eftir próflokadjammið. Svo var dagurinn bara pakkaður í svona jólastússi sem þurfti að redda og svo var miðvikudagsboltinn þar sem menn sem fyrr í dag hringdu og spurðu hvort það yrði ekki bolti í kvöld, mættu ekki. Þannig að það var tekið þrír á þrjá og Káki kom sterkur inn, og sýndi danska sambatakta.
Framundan hérna verður árið gert upp í tónlist, kvikmyndum og fleira, ekki missa af því.