Hvern hefði grunað að Jeff Daniels væri að læra á VRII akkúrat núna þegar þetta er skrifað? Þetta er náttúrulega ekkert hann, heldur einhver íslenskur tvífari hans sem er að læra lögfræði og ég, Tumi og Bolli höfum verið að hlæja yfir hversu líkur hann er Daniels. Það sem gerir þetta náttúrulega fyndnara að maður má ekkert skella upp úr hérna á safninu og því verður þetta einhvernveginn fyndnara fyrir vikið. Svona eins og þegar maður er í kirkju og á erfitt með að hemja sig við að hlæja ekki ef eitthvað kitlar hláturtaugarnar.
mánudagur, desember 06, 2004
|
<< Home