A site about nothing...

föstudagur, desember 24, 2004

Kaldasti Þorlákur sem ég man eftir var í dag. Reyndar man ég ekkert hvernig veðrið var í fyrra en asskolli var kalt áðan. Fór í bæinn um kvöldið, rölti aðeins um og tók einhverjar artí fartí myndir og heimsótti Auði frænku mína í Iðu, þar sem hún vinnur. Svo þegar ég var kominn með nóg af kuldanum skellti ég mér til Tumans og þar sátum við félagarnir og hnoðuðum piparkökur alveg hægri vinstri á meðan Bubbi var live frá Nasa. Svo um tólfleytið fórum við á Ingólfstorg, þar sem ár hvert safnast margir krakkar og ganga í kringum jólatré og syngja. Mjög skemmtileg hefð að mínu mati. Svo smellti maður nokkrum kossum og tók í nokkra spaða og óskaði öllu gleðilegra jóla.
Plan morgundagsins er að fara í gufu í World Class og jafnvel að borða þar líka og svo taka jólasturtuna þar, össs það verður rosalegt.