Árið bara að líða undir lok. Það hefur svo sannarlega flogið áfram því mér finnst mjög stutt síðan seinustu áramót voru. Ætlunin er hjá mér að vera með svona lista yfir hvað mér fannst best í músíkinni og jafnvel kvikmyndum og það kemur hér von bráðar, þ.e. þegar ég nenni því.
Annars var bolti í gær eins og alltaf á miðvikudögum og nú í gær eins og seinasta miðvikudag spiluðum við þrjá á þrjá. Undir lokin var þetta orðin göngubolti enda fæstir þeirra sem spiluðu með þol í einhver massíf hlaup. Eftir boltann var svo kíkt á afmælisbarnið, Kidda, og Þórunni líka í nýju íbúðinni þeirra þar sem var eitthvað spilað fram eftir nóttu.
Að lokum ef einhvern langar í gmail, kommentaðu bara og skildu eftir póstfang og ég skal plögga það, á 10 invitations á gmail, sem er besti pósturinn í dag, án vafa.
Annars var bolti í gær eins og alltaf á miðvikudögum og nú í gær eins og seinasta miðvikudag spiluðum við þrjá á þrjá. Undir lokin var þetta orðin göngubolti enda fæstir þeirra sem spiluðu með þol í einhver massíf hlaup. Eftir boltann var svo kíkt á afmælisbarnið, Kidda, og Þórunni líka í nýju íbúðinni þeirra þar sem var eitthvað spilað fram eftir nóttu.
Að lokum ef einhvern langar í gmail, kommentaðu bara og skildu eftir póstfang og ég skal plögga það, á 10 invitations á gmail, sem er besti pósturinn í dag, án vafa.