A site about nothing...

sunnudagur, október 31, 2004

Has the world gone mad?? Þessu velti ég fyrir mér fyrr í kvöld þegar ég fór ásamt bróður mínum í bíó í Kringlunni. Ástæða spurningarinnar: Levi´s peysa sem kostar litlar 13 þúsund krónur. Hvað er málið með að ein peysa, rennd, kosti 13 þúsund krónur. Þetta er náttúrulega ekkert nema fáránlegt. Aldrei segi ég og skrifa mun ég kaupa peysu á 13 þúsund, nema hún sé úr gulli eða eitthvað.
Anyways þá fórum við bræður á myndina með stutta skrýtna nafnið, Sky Captain and the World of Tomorrow. Myndin gerist á þriðja eða fjórða áratugnum og fjallar um baráttu Sky Captain og blaðakonunnar Polly Perkins við illmennið Dr. Topenkopf eða eitthvað álíka hehe. Áferð myndarinnar og uppbygging er mjög í anda mynda frá þessum áratugum sem ég nefndi og mikið er leikið sér með ljós og skugga sem gefur myndinni sérstakan blæ. Þetta var bara fínasta skemmtun og hafði ég allaveganna gaman af.
Að lokum vil ég bara segja að ég er sáttur við Sambíóin. Allt starfsfólkið var í grímubúningum í tilefni hrekkjavöku og stelpurnar (sem sumar voru í svona semi playboy outfitti) voru rosalegar, ÖSSSS.

fimmtudagur, október 28, 2004

Það er orðið ljóst. Ég er 80.000 krónum fátækari. Þessar 80.000 krónur eru sjálfsábyrgðin mín varðandi tjónið en viðgerðin mun kosta 150 og eitthvað þúsund. Helvítis hálka.

Ansi launhált í morgun og ég fór ekki varhluta af því. Var nýlagður af stað í skólann og var að koma að hringtorginu sem er hjá Samkaup þegar ég tek eftir því að bíllinn fyrir framan mig er nánast stopp. Ég negli niður, er svona 15-20 m frá, og held ég hafi svona tappað á bremsunni, en ég skautaði aftan á bílinn fyrir framan mig og árekstur staðreyndin, great. Ég og gaurinn sem ég keyrði á, sem var maður um fimmtugt og virkilega fínn náungi ekki með neinn æsing eða neitt, færðum okkur á planið hjá Samkaup. Meðan við fylltum út skýrsluna sáum við hvern bílinn á fætur öðrum, annaðhvort nauðhemla og renna þvílíkar vegalengdir, snúast(hafa ber í huga að þetta er akrein, sem betur fer, bara fyrir aðra áttinu og umferðareyja aðskilur veginn í hina áttina) og svo voru sumir sem náðu að komast upp á umferðareyjuna sem aðskildi akreinarnar. Annað sem var þónokkuð ógnvekjandi var að á meðan við gerðum skýrsluna kom flutingabíll sem keyrði frekar hratt miðað við aðstæður, bíllinn fyrir framan hann var stopp, og hann neglir niður, byrjar að renna og nær að koma sér upp á grasið sem aðskildi planið sem við vorum á og það hefði þurft lítið til að þessi bíll myndi skella á okkur.
Ég fer heim eftir að hafa fyllt út skýrsluna og verð samferða mömmu og bróður mínum í skóla. Við komum að þessu sama hringtorgi og keyrum ekkert hratt en þurfum að stöðva vegna bíls á undan okkur. Við það rennum við þónokkuð og erum svo stopp. Ég sé í baksýnisspeglinum að einhver á rauðum bíl kemur á þónokkurri ferð, sér okkur stopp, og reynir að stöðva sjálfur. Bíllinn byrjar að renna í áttina að okkur á þónokkrum hraða, ég segi bróður mínum að keyra af stað, en áður en við náðum því þá náði rauði bíllinn að komast upp á eyjuna sem aðskilur akreinarnar og rétt sleppur við að skella afturendanum í okkar bíl. Snýr hann þannig á eyjunni að hann getur keyrt beint inn á akreinina í hina áttina sem hann og gerði.
Aðstæðurnar þarna í morgun voru algjört rugl. Það hjálpaði vissulega ekki til að ég var á sumardekkjum þannig að ég skautaði eins og belja á svelli, en rigningin og ísingin hjálpuðu mikið til. Þetta atvik á eftir að setja skorður í fjárhagsáætlanir mínar en ætli maður geti ekki bara verið ánægður með að hafa ekki slasast og bíllinn ekki eyðilagst algjörlega.

miðvikudagur, október 27, 2004

Ég er eflaust ekki í góðu bókinni hjá hagfræðigellunni sem kennir dæmatímana. Fyrir það fyrsta þá var það þarna kóperingar dæmið og á seinasta heimadæmum, sem ég gerði reyndar sjálfur, þá skrifaði ég óvart soffía í staðinn fyrir signý og hún undirstrikaði með svona rauðum penna og skrifaði ummm, eflaust ekki sátt hehe.
Var að niðurhala, það er víst íslenska orðið á enska orðinu download, fyrsta þættinum af fjórðu seríu Smallville. Ég veit ekki hvort einhver var að fylgjast með þessu, en lokaþáttur þriðju seríu endaði í þvílíkum cliffhanger að það hálfa væri nóg, þannig að ég gat ekki setið á dreng mínum og varð að ná í hann. Mun ég horfa á hann í kvöld yfir kvöldmatnum.

sunnudagur, október 24, 2004

Ég fór á Airwaves í kvöld, þökk sé Einari sem var að vinna og lánaði mér bandið sitt. Stefnan var tekin á Hafnarhúsið þar sem Leaves voru að spila, byrja kvöldið það. Þar inni hitti ég Auði frænku mína og vinkonur hennar og hékk með þeim mest allt kvöldið. Leaves voru bara nokkuð góðir, hljóðið var eitthvað að trufla þá og söngvarinn virkaði hálfstressaður yfir þessu öllu. Bara ný lög spiluð, virkuðu ágætlega á mig og eiga eflaust eftir að venjast þegar maður heyrir þau oftar. Fórum þaðan yfir á Nasa þar sem Mugison var að spila. Nettur gaur með magnaða sviðsframkomu. Tók lag sem hann var að spila live í annað skiptið og er ástarlag. Móment kvöldsins hjá honum var þegar hann var að spila lagið, stoppaði og tilkynnti öllum að þar sem tíminn væri af skornum skammti ætlaði hann að hoppa í viðlagið og í þetta skipti með tölvuna í gangi. En hann hafði einmitt sagt þegar viðlagið kom í fyrra skiptið að nú kæmi viðlag, bæði á íslensku og ensku. Frá Nasa var tekið stutt stopp á Gauknum þar sem Vinyll var að spila, þeir voru allt í lagi, ég fíla þá ekkert sérstaklega. Frá Gauknum var aftur farið í Hafnarhúsið og núna var Maus að spila. Við náðum þremur lögum með þeim og af þeim voru tvö frábær. Life in a fishbowl sem er mjög nýtt og svo Ég ímeila þig sem er frábært lag. Þeir höfðu víst verið að spila nýtt efni áður en við komum þannig að tímasetningin hefur verið góð hjá okkur. Svo kom Hrafn og hitti okkur og við horfðum á Keane. Sæmileg hljómsveit þar á ferð, svona hljómsveit fyrir pör. Enda var eitt par rétt hjá okkur sem slefaði upp í hvort annað allan tímann, voða rómó. Frá Hafnarhúsinu ákváðum við að fara áður en Keane væru búnir til að fara á Gaukinn og sjá The Shins, sem áttu að spila eftir klukkutíma. Fökking löng röð, skítakuldi og allt í rugli. Ég og Auður náðum að beila úr röðinni og fá okkur pullu meðan vinkonur hennar pössuðu fyrir okkur stæði í röðinni. Svo að lokum komumst við inn og The Stills voru að spila. Heavy troðið þarna inni og fólk hélt að það kæmist hreinlega í gegnum mann. The Stills komu mér á óvart og voru helvíti góðir þannig að ég ætla að tjekka betur á þeim. Þegar þeir voru búnir vorum við ansi framarlega og nú hófst troðningurinn fyrir alvöru. Mér leið eins og ég væri í nuddi því allstaðar var þrengt að mér og fólk að hoppa og skoppa. Ég var orðinn þreyttur á því að vera í troðningi og forðaði mér upp þar sem ég fékk mér sæti og horfði á þetta í einu af sjónvörpunum þarna. Mér fannst The Shins algjörlega ekki ná að heilla mig og ég fór áður en þeir voru búnir. Frá Gauknum fór ég á kapital þar sem Hermigervill var að spila. Nettur kappi þar á ferð sem spilar svona hiphop electronic tónlist og minnir um margt á Dj Shadow. Mjög svalt dót hjá honum og gaman að fylgjast hvað verður með hann, held að hann hafi gefið út einhvern disk.
Svo ég taki þetta saman þá ætla ég að tjekka á Mugison, Stills og Hermigervli betur jafnvel að tjekka á nýju leaves plötunni enda sú gamla meistarastykki. The shins mun ég líklega láta í friði og líklega keane líka og Maus halda svipuðum status hjá mér, hlusta á það sem kemur í útvarpinu

laugardagur, október 23, 2004

Þegar ég sé flotta ljósmynd, þá langar mig alltaf að fara og taka myndir og reyna að kanski ná einhverri flottri birtu eins og myndirnar sem ég hef verið að skoða, ná að fanga. Ef ég heyri flott lag, þá langar mig að fara að semja tónlist. Taka fram gítarinn og spila eða jafnvel búa til eitthvað töff lag í tölvunni. En því miður þá er ég bara amateur á báðum þessum sviðum og ekki með tækjabúnaðinn til þess arna. Hver veit(kanski Guð) að í framtíðinni þá mun maður eiga búnaðinn til að gera hvorutveggja almennilega, það er í það minnsta vonandi.
Kíkti á Airwaves í gær, þrátt fyrir að ég næði ekki að fjárfesta í armbandi, sökum trassaskapar og tímaleysis. Hafnarhúsið varð fyrir valinu og sá ég alla dagskránna sem þar var. Hljómsveit sem heitir Adem var mjög góð en þetta er svona þjóðlagatónlist nokkurs konar, mjög melódísk og flott. Svo var virkilega flott hvernig meðlimirnir svona rödduðu mörg laganna, kom mjög vel út. Annað sem var mjög gott var four tet, hann er svona raftónlistar/hiphop gaur, þ.e. tónlistin hans er raftónlist með hip hop influences, eins og taktarnir og svoleiðis. Hann kann að búa til hljóð kallinn, og óhljóð líka og mixa það saman við einhvern takt. Svo tók hann As serious as your life af Rounds plötunni, var mjög sáttur við það.

miðvikudagur, október 20, 2004

Búinn að vera að hlusta á Music for the jilted generation með prodigy í kvöld. Þessi diskur er svo mikil snilld að það er hreinlega fáránlegt. Liam Howlett galdrar fram þvílíka takta, sömpl, grúv og snilld að það hálfa væri nóg. Svo á ég svona minningar tengdar diskinum, en þær tengjast því þegar ég var í MR og var að læra heima á kvöldin stærfræði, þá fékk þessi diskur ósjaldan að vera í spilaranum, því mér fannst ég reikna hraðar við svona taktfasta tónlist.

Klippan hefur verið fjarlægð, þótti of dónaleg. Hægt er að finna hana á b2.is ef fólk vill sjá þetta.

þriðjudagur, október 19, 2004

Góða veðrið um þessar mundir. Hversu hressandi var að vakna í gær, fara út og sjá að snjór var á bílnum? Ansi hressandi verð ég að segja, en sem betur fer þurfti ekki að skafa. Rúðuþurrkan sá um þetta fyrir mig. Svo var veðrið í nótt helvíti skemmtilegt líka, þvílíkt rok og ég hugsaði allan tímann með mér hvað ég innilega nennti ekki að vakna og fara út í þetta. Svo reyndist vera logn akkúrat þegar ég labbaði út hjá blokkinni minni, en þegar ég kom í skólann var hávaðarok. Svona er Ísland í dag.
Svo heldur kvef áfram að hrella landann. Ég hélt ég væri búinn að taka út minn skammt en það er einhver hálsbólga að gera vart við sig með svona pirringi í hálsi. Vonandi að það verði ekkert meira en það í þetta skiptið, enda má maður ekki mikið við því að verða veikur, nóg að gera í skólanum.

laugardagur, október 16, 2004

Ég var beðinn um að fleygja inn Leak Bros laginu, sem var lag dagsins nýlega fyrir lesendur síðunnar að njóta. Þökk sé Ara sem notaði Soulseek og fann lagið og svo sendi mér, reyndar sendi Sara mér það líka en hún fékk það frá Ara, þannig að Ari á heiðurinn. Hlekkurinn er eftirfarandi Gimmesumdeath. Svo veljið þið bara lagið af listanum sem er þarna. Reyndar eru fleiri góð lög þarna, eins og lagið sem er merkt Herv það er country útgáfa af Gin and juice og svo er coldplay með magnað cover af bond lagi líka.

föstudagur, október 15, 2004

Fór í World Class í gær eins og ég geri svo oft á fimmtudögum. Haldið þið ekki að Jói Fel hafi bara verið á svæðinu, Konungur Samlokanna. Það hefur verið sagt um mig að ég búi til juicy samlokur og er ég farinn að ofmetnast svo af því að ég lít á mig sem Prins Samlokanna. Svo fór ég þarna í gær og fékk mér vatn og Jói Fel fór líka og fékk sér vatn og lítið vissi hann að prinsinn, verðandi kóngur samlokanna, stæði við hliðina á honum.
Þetta var svona létt steikt færsla í tilefni af því að það er föstudagur, klukkan er hálftíu að kveldi og ég og Hrafn erum þeir einu sem eru í þriðja árs stofunni, en ég er þó ekki að læra eins og Hrafn.

fimmtudagur, október 14, 2004

Fór í bíó í kvöld og eftirfarandi hugleiðing datt í kollinn á mér. Afhverju eru sæti ekki númeruð á íslandi? Það er miklu miklu sniðugra finnst mér því þá sleppur maður við að troða sér í einhverja röð til að fá almennilegt sæti. Ef það væri númerað þá væri það bara fyrstur kemur fyrstur fær, þ.e. bestu sætin. Ef sætin væru númeruð væri það þægilegra að fara í bíó, þú þyrftir ekki að mæta hálftíma fyrir myndina til að fá ekki mest crappy sæti í heimi og þyrftir ekki að standa í troðningi. Berjumst frekar fyrir þessu heldur en að sleppa að fá hlé í bíó.
Svo var reyndar annað soldið mikið böggandi í þessari ferð. Fyrir aftan okkur sátu einhverjir gaurar sem töluðu alltof hátt og um heimskulega hluti sem tengdust myndinni og við hliðina á okkur sat stelpa sem hló á vitlausum stöðum og heavy hátt.

Lag dagsins: Leak Bros- Gimmesumdeath, pródúserað af snillingnum RJD2. Heyrði þetta áðan og þetta er besta hip hop lag sem ég hef heyrt lengi.

þriðjudagur, október 12, 2004

Skilaboð frá gellunni sem kennir hagverkfræði af seinustu skiladæmum:
Augljóst að þetta var kópering en ekki samvinna hjá ykkur Sigurjóni, Davíð og Gunnari, ekki einu sinni metnaður í að breyta orðalagi!![innskot blaðamanns: þetta er ekki rétt ég breytti orðalaginu mínu frá því sem Dabbi hafði, en við fengum þetta frá honum]
Fáið samt hálf skil í þetta skiptið.
Gaman að þessu

WC blogg
Eitt sem ég hef tekið eftir í World Class er það að stelpur nánast undantekningalaust æfa aldrei í stuttbuxum meðan það er miklu algengara meðal mannanna. Ég verð að segja að mér finnst það hálfskrýtið því t.d. ef verið er að hlaupa þá er fátt verra en að vera að deyja úr hita. Ef einhver getur komið með svar við þessu afhverju þetta er svona, þá kommentaðu takk fyrir.
Annað sem ég hef tekið eftir er að það vinnur bara tælendingar(að ég held) í ræstitæknastarfinu þarna. Þetta hefur látið mig velta því fyrir mér hvort það sé til hreingerningarfyrirtæki sem tælendingar eiga og ráða bara tælendinga eða hvort World Class sé að nýta sér "ódýrara" vinnuafl, því það kæmi mér ekki á óvart að þeir væru nægjusamari þegar kemur að launum.
Þetta voru svona pælingar mínar um World Class, byggðar á þriggja mánaða dvöl minni þar, so far.

laugardagur, október 09, 2004

Haustferð Vélarinnar að baki og ekki var ég sannspár um ákvörðunarstað. Fyrsta stopp var í gríðarfjarlægð, eða hjá Decode. Þaðan var farið í sund í Hveragerði í hina mjög svo góðu laug þar, þar sem keppt var í sundknattleik á milli þriðja árs og annars og fyrsta. Þriðja árið vann og menn voru ansi skrámaðir, nema svona gaurar eins og ég sem chilluðum bara í pottinum með stelpunum og höfðum það nice. Svo var ferðinni heitir til Alpan sem framleiðir Look potta og fengum við þar mjög svo ítarlegan og langan fyrirlestur um framleiðslu fyrirtækisins og fjármálastöðu. Helst til langur fyrirlestur og fólk átti erfitt með að hafa hljóð, sökum þess að fólk var búið að drekka svolítið. Frá Alpan röltum við í rauða félagsheimili Eyrbakkinga þar sem pasta var framreitt af kokkum Rauða Hússins. Svo tók við drykkja og tjútt og leikir og stemmning og svo var haldið í bæinn þar sem farið var á Hverfis.
Myndir eru komnar inn en einnig ætla ég að skella inn vídeói sem ég vissi ekki einu sinni að ég hefði tekið, njótið vel.
Hidda og Ásdís

fimmtudagur, október 07, 2004

Haustferðin á morgun. Þetta verður eflaust mjög góð ferð eins og fyrri ár og mikið af góðu fólki að fara. Ég ætla að hafa með mér myndavélina og á eflaust eftir að drita nokkrum laumum á fólk, þegar það býst síst við því. Svo er bara að vona að veðri haldist skikkanlegt.
Systir mín var svo góð að lána mér laptopinn sinn. Þetta er forkunnarfagur IBM laptop með innbyggðu þráðlausu netkorti. Reyndar er eitthvað vesen í gangi með innbyggð þráðlaus netkort í IBM tölvum og að nota þau í VRII. Ég er búinn að reyna að komast á netið og ekkert gengur og ég veit um fleiri sem hafa lent í vandræðum. Þetta er einkar pirrandi þar sem maður jú notar tölvuna mikið til þess einmitt að vafra á netinu, þið vitið í tímum til að sjá glósur og svona ;). Spurning hvort maður fjárfesti í svona netkorti, pínu fjárútlát reyndar. En þetta verður sett í nefnd sem skilar áliti eftir helgi og svo verður skipuð önnur nefnd sem fer yfir álit fyrri nefndarinnar og skilar áliti á þeirra áliti(vó þetta er farið að hljóma eins og eitthvað of pólítískt og því hætti ég.)

þriðjudagur, október 05, 2004

Þar sem ég sit núna fyrir framan tölvuna mína og skrifa þennan póst þá er hér við hliðina á mér á skrifborðinu mínu stafli af spólum sem ég hef tekið upp. Ég þyrfti að taka eina helgi í að horfa á þetta allt saman. Reyndar gerist þetta æ oftar hin seinni ár, þegar námið fór að taka meiri tíma og maður vildi kanski ekki missa af einhverjum þætti eða eitthvað þannig. Svo steingleymir maður hvað er á hverji spólu og horfir ekkert á þetta fyrr en kanski viku eða tveimur eftir að maður tók þetta upp.
Furðulegur atburður átti sér stað í kvöld, spurning reyndar hvort þetta teljist til atburðar. Allaveganna þá var ég í brennsluæfingu og var að hlaupa og svitnaði vel á meðan, eins og gengur og gerist. Þá á meðan finn ég svona ammoníak eða hjartarsaltslykt og hún er ekki góð, þannig að ég svona fer að pæla hvort þetta sé af mér, ég var í hreinum bol, eða einhverjum í kringum mig. Svo þegar æfingin er búin þá svona þefa ég af hálsmálinu og jú viti menn þar er þessi lykt. Furðulegt hreint út sagt og spurning hvort það sé eitthvað að mér, eða hvort svitinn og kanski þvottaefnið sem notað var til að þvo bolinn hafi blandast saman og búið til þessa lykt.

mánudagur, október 04, 2004

Ég las einu sinni bókina LoveStar eftir Andra Snæ Magnússon og í þeirri bók kom hann inn á svolítið er varðaði hugmyndir. Hvernig þær myndast og maður nær þeim ekki úr hausnum fyrr en maður hefur framkvæmt þær. Ég samsamaði mig með þessu hjá honum, hann reyndar útskýrði þetta miklu betur, að því leyti að þegar ég fæ hugmyndir, svona sem ég ætla að framkvæma þá losna ég ekki við þær strax og ég legg meiri vinnu í að tryggja að hugmyndin verði framkvæmd en að gera eitthvað annað. T.d. er ég núna að sjá um það að finna verð fyrir náms og útskriftarferð okkar sem farin verður næsta vor og það á algjörlega hug minn allan um þessar mundir. Tími sem ég ætti kanski frekar að nota í að læra fer í að skoða vefsíður um á hvaða staði við getum farið og hvernig hótelin eru á þeim stað og hvað þetta allt saman kostar. Svo er annað með svona hugmyndir að þegar maður byrjar að athuga svona hluti þá vill maður helst fá svör strax. En það bara gerist ekki þannig í lífinu og biðin er frekar pirrandi. Ég hef tekið eftir þessu nokkrum sinnum eftir að ég las bókina, varðandi hugmyndir sem ég hef haft í kollinum, hvað maður einbeitir sér bara að þeim þangað til að einhver niðurstaða fæst.