A site about nothing...

sunnudagur, október 24, 2004

Ég fór á Airwaves í kvöld, þökk sé Einari sem var að vinna og lánaði mér bandið sitt. Stefnan var tekin á Hafnarhúsið þar sem Leaves voru að spila, byrja kvöldið það. Þar inni hitti ég Auði frænku mína og vinkonur hennar og hékk með þeim mest allt kvöldið. Leaves voru bara nokkuð góðir, hljóðið var eitthvað að trufla þá og söngvarinn virkaði hálfstressaður yfir þessu öllu. Bara ný lög spiluð, virkuðu ágætlega á mig og eiga eflaust eftir að venjast þegar maður heyrir þau oftar. Fórum þaðan yfir á Nasa þar sem Mugison var að spila. Nettur gaur með magnaða sviðsframkomu. Tók lag sem hann var að spila live í annað skiptið og er ástarlag. Móment kvöldsins hjá honum var þegar hann var að spila lagið, stoppaði og tilkynnti öllum að þar sem tíminn væri af skornum skammti ætlaði hann að hoppa í viðlagið og í þetta skipti með tölvuna í gangi. En hann hafði einmitt sagt þegar viðlagið kom í fyrra skiptið að nú kæmi viðlag, bæði á íslensku og ensku. Frá Nasa var tekið stutt stopp á Gauknum þar sem Vinyll var að spila, þeir voru allt í lagi, ég fíla þá ekkert sérstaklega. Frá Gauknum var aftur farið í Hafnarhúsið og núna var Maus að spila. Við náðum þremur lögum með þeim og af þeim voru tvö frábær. Life in a fishbowl sem er mjög nýtt og svo Ég ímeila þig sem er frábært lag. Þeir höfðu víst verið að spila nýtt efni áður en við komum þannig að tímasetningin hefur verið góð hjá okkur. Svo kom Hrafn og hitti okkur og við horfðum á Keane. Sæmileg hljómsveit þar á ferð, svona hljómsveit fyrir pör. Enda var eitt par rétt hjá okkur sem slefaði upp í hvort annað allan tímann, voða rómó. Frá Hafnarhúsinu ákváðum við að fara áður en Keane væru búnir til að fara á Gaukinn og sjá The Shins, sem áttu að spila eftir klukkutíma. Fökking löng röð, skítakuldi og allt í rugli. Ég og Auður náðum að beila úr röðinni og fá okkur pullu meðan vinkonur hennar pössuðu fyrir okkur stæði í röðinni. Svo að lokum komumst við inn og The Stills voru að spila. Heavy troðið þarna inni og fólk hélt að það kæmist hreinlega í gegnum mann. The Stills komu mér á óvart og voru helvíti góðir þannig að ég ætla að tjekka betur á þeim. Þegar þeir voru búnir vorum við ansi framarlega og nú hófst troðningurinn fyrir alvöru. Mér leið eins og ég væri í nuddi því allstaðar var þrengt að mér og fólk að hoppa og skoppa. Ég var orðinn þreyttur á því að vera í troðningi og forðaði mér upp þar sem ég fékk mér sæti og horfði á þetta í einu af sjónvörpunum þarna. Mér fannst The Shins algjörlega ekki ná að heilla mig og ég fór áður en þeir voru búnir. Frá Gauknum fór ég á kapital þar sem Hermigervill var að spila. Nettur kappi þar á ferð sem spilar svona hiphop electronic tónlist og minnir um margt á Dj Shadow. Mjög svalt dót hjá honum og gaman að fylgjast hvað verður með hann, held að hann hafi gefið út einhvern disk.
Svo ég taki þetta saman þá ætla ég að tjekka á Mugison, Stills og Hermigervli betur jafnvel að tjekka á nýju leaves plötunni enda sú gamla meistarastykki. The shins mun ég líklega láta í friði og líklega keane líka og Maus halda svipuðum status hjá mér, hlusta á það sem kemur í útvarpinu