Haustferðin á morgun. Þetta verður eflaust mjög góð ferð eins og fyrri ár og mikið af góðu fólki að fara. Ég ætla að hafa með mér myndavélina og á eflaust eftir að drita nokkrum laumum á fólk, þegar það býst síst við því. Svo er bara að vona að veðri haldist skikkanlegt.
Systir mín var svo góð að lána mér laptopinn sinn. Þetta er forkunnarfagur IBM laptop með innbyggðu þráðlausu netkorti. Reyndar er eitthvað vesen í gangi með innbyggð þráðlaus netkort í IBM tölvum og að nota þau í VRII. Ég er búinn að reyna að komast á netið og ekkert gengur og ég veit um fleiri sem hafa lent í vandræðum. Þetta er einkar pirrandi þar sem maður jú notar tölvuna mikið til þess einmitt að vafra á netinu, þið vitið í tímum til að sjá glósur og svona ;). Spurning hvort maður fjárfesti í svona netkorti, pínu fjárútlát reyndar. En þetta verður sett í nefnd sem skilar áliti eftir helgi og svo verður skipuð önnur nefnd sem fer yfir álit fyrri nefndarinnar og skilar áliti á þeirra áliti(vó þetta er farið að hljóma eins og eitthvað of pólítískt og því hætti ég.)
Systir mín var svo góð að lána mér laptopinn sinn. Þetta er forkunnarfagur IBM laptop með innbyggðu þráðlausu netkorti. Reyndar er eitthvað vesen í gangi með innbyggð þráðlaus netkort í IBM tölvum og að nota þau í VRII. Ég er búinn að reyna að komast á netið og ekkert gengur og ég veit um fleiri sem hafa lent í vandræðum. Þetta er einkar pirrandi þar sem maður jú notar tölvuna mikið til þess einmitt að vafra á netinu, þið vitið í tímum til að sjá glósur og svona ;). Spurning hvort maður fjárfesti í svona netkorti, pínu fjárútlát reyndar. En þetta verður sett í nefnd sem skilar áliti eftir helgi og svo verður skipuð önnur nefnd sem fer yfir álit fyrri nefndarinnar og skilar áliti á þeirra áliti(vó þetta er farið að hljóma eins og eitthvað of pólítískt og því hætti ég.)