A site about nothing...

þriðjudagur, október 12, 2004

WC blogg
Eitt sem ég hef tekið eftir í World Class er það að stelpur nánast undantekningalaust æfa aldrei í stuttbuxum meðan það er miklu algengara meðal mannanna. Ég verð að segja að mér finnst það hálfskrýtið því t.d. ef verið er að hlaupa þá er fátt verra en að vera að deyja úr hita. Ef einhver getur komið með svar við þessu afhverju þetta er svona, þá kommentaðu takk fyrir.
Annað sem ég hef tekið eftir er að það vinnur bara tælendingar(að ég held) í ræstitæknastarfinu þarna. Þetta hefur látið mig velta því fyrir mér hvort það sé til hreingerningarfyrirtæki sem tælendingar eiga og ráða bara tælendinga eða hvort World Class sé að nýta sér "ódýrara" vinnuafl, því það kæmi mér ekki á óvart að þeir væru nægjusamari þegar kemur að launum.
Þetta voru svona pælingar mínar um World Class, byggðar á þriggja mánaða dvöl minni þar, so far.