A site about nothing...

sunnudagur, október 31, 2004

Has the world gone mad?? Þessu velti ég fyrir mér fyrr í kvöld þegar ég fór ásamt bróður mínum í bíó í Kringlunni. Ástæða spurningarinnar: Levi´s peysa sem kostar litlar 13 þúsund krónur. Hvað er málið með að ein peysa, rennd, kosti 13 þúsund krónur. Þetta er náttúrulega ekkert nema fáránlegt. Aldrei segi ég og skrifa mun ég kaupa peysu á 13 þúsund, nema hún sé úr gulli eða eitthvað.
Anyways þá fórum við bræður á myndina með stutta skrýtna nafnið, Sky Captain and the World of Tomorrow. Myndin gerist á þriðja eða fjórða áratugnum og fjallar um baráttu Sky Captain og blaðakonunnar Polly Perkins við illmennið Dr. Topenkopf eða eitthvað álíka hehe. Áferð myndarinnar og uppbygging er mjög í anda mynda frá þessum áratugum sem ég nefndi og mikið er leikið sér með ljós og skugga sem gefur myndinni sérstakan blæ. Þetta var bara fínasta skemmtun og hafði ég allaveganna gaman af.
Að lokum vil ég bara segja að ég er sáttur við Sambíóin. Allt starfsfólkið var í grímubúningum í tilefni hrekkjavöku og stelpurnar (sem sumar voru í svona semi playboy outfitti) voru rosalegar, ÖSSSS.