Ég las einu sinni bókina LoveStar eftir Andra Snæ Magnússon og í þeirri bók kom hann inn á svolítið er varðaði hugmyndir. Hvernig þær myndast og maður nær þeim ekki úr hausnum fyrr en maður hefur framkvæmt þær. Ég samsamaði mig með þessu hjá honum, hann reyndar útskýrði þetta miklu betur, að því leyti að þegar ég fæ hugmyndir, svona sem ég ætla að framkvæma þá losna ég ekki við þær strax og ég legg meiri vinnu í að tryggja að hugmyndin verði framkvæmd en að gera eitthvað annað. T.d. er ég núna að sjá um það að finna verð fyrir náms og útskriftarferð okkar sem farin verður næsta vor og það á algjörlega hug minn allan um þessar mundir. Tími sem ég ætti kanski frekar að nota í að læra fer í að skoða vefsíður um á hvaða staði við getum farið og hvernig hótelin eru á þeim stað og hvað þetta allt saman kostar. Svo er annað með svona hugmyndir að þegar maður byrjar að athuga svona hluti þá vill maður helst fá svör strax. En það bara gerist ekki þannig í lífinu og biðin er frekar pirrandi. Ég hef tekið eftir þessu nokkrum sinnum eftir að ég las bókina, varðandi hugmyndir sem ég hef haft í kollinum, hvað maður einbeitir sér bara að þeim þangað til að einhver niðurstaða fæst.
mánudagur, október 04, 2004
|
<< Home