Búinn að vera að hlusta á Music for the jilted generation með prodigy í kvöld. Þessi diskur er svo mikil snilld að það er hreinlega fáránlegt. Liam Howlett galdrar fram þvílíka takta, sömpl, grúv og snilld að það hálfa væri nóg. Svo á ég svona minningar tengdar diskinum, en þær tengjast því þegar ég var í MR og var að læra heima á kvöldin stærfræði, þá fékk þessi diskur ósjaldan að vera í spilaranum, því mér fannst ég reikna hraðar við svona taktfasta tónlist.
miðvikudagur, október 20, 2004
|
<< Home