Fór í World Class í gær eins og ég geri svo oft á fimmtudögum. Haldið þið ekki að Jói Fel hafi bara verið á svæðinu, Konungur Samlokanna. Það hefur verið sagt um mig að ég búi til juicy samlokur og er ég farinn að ofmetnast svo af því að ég lít á mig sem Prins Samlokanna. Svo fór ég þarna í gær og fékk mér vatn og Jói Fel fór líka og fékk sér vatn og lítið vissi hann að prinsinn, verðandi kóngur samlokanna, stæði við hliðina á honum.
Þetta var svona létt steikt færsla í tilefni af því að það er föstudagur, klukkan er hálftíu að kveldi og ég og Hrafn erum þeir einu sem eru í þriðja árs stofunni, en ég er þó ekki að læra eins og Hrafn.
Þetta var svona létt steikt færsla í tilefni af því að það er föstudagur, klukkan er hálftíu að kveldi og ég og Hrafn erum þeir einu sem eru í þriðja árs stofunni, en ég er þó ekki að læra eins og Hrafn.