Þegar ég sé flotta ljósmynd, þá langar mig alltaf að fara og taka myndir og reyna að kanski ná einhverri flottri birtu eins og myndirnar sem ég hef verið að skoða, ná að fanga. Ef ég heyri flott lag, þá langar mig að fara að semja tónlist. Taka fram gítarinn og spila eða jafnvel búa til eitthvað töff lag í tölvunni. En því miður þá er ég bara amateur á báðum þessum sviðum og ekki með tækjabúnaðinn til þess arna. Hver veit(kanski Guð) að í framtíðinni þá mun maður eiga búnaðinn til að gera hvorutveggja almennilega, það er í það minnsta vonandi.
Kíkti á Airwaves í gær, þrátt fyrir að ég næði ekki að fjárfesta í armbandi, sökum trassaskapar og tímaleysis. Hafnarhúsið varð fyrir valinu og sá ég alla dagskránna sem þar var. Hljómsveit sem heitir Adem var mjög góð en þetta er svona þjóðlagatónlist nokkurs konar, mjög melódísk og flott. Svo var virkilega flott hvernig meðlimirnir svona rödduðu mörg laganna, kom mjög vel út. Annað sem var mjög gott var four tet, hann er svona raftónlistar/hiphop gaur, þ.e. tónlistin hans er raftónlist með hip hop influences, eins og taktarnir og svoleiðis. Hann kann að búa til hljóð kallinn, og óhljóð líka og mixa það saman við einhvern takt. Svo tók hann As serious as your life af Rounds plötunni, var mjög sáttur við það.
Kíkti á Airwaves í gær, þrátt fyrir að ég næði ekki að fjárfesta í armbandi, sökum trassaskapar og tímaleysis. Hafnarhúsið varð fyrir valinu og sá ég alla dagskránna sem þar var. Hljómsveit sem heitir Adem var mjög góð en þetta er svona þjóðlagatónlist nokkurs konar, mjög melódísk og flott. Svo var virkilega flott hvernig meðlimirnir svona rödduðu mörg laganna, kom mjög vel út. Annað sem var mjög gott var four tet, hann er svona raftónlistar/hiphop gaur, þ.e. tónlistin hans er raftónlist með hip hop influences, eins og taktarnir og svoleiðis. Hann kann að búa til hljóð kallinn, og óhljóð líka og mixa það saman við einhvern takt. Svo tók hann As serious as your life af Rounds plötunni, var mjög sáttur við það.