Góða veðrið um þessar mundir. Hversu hressandi var að vakna í gær, fara út og sjá að snjór var á bílnum? Ansi hressandi verð ég að segja, en sem betur fer þurfti ekki að skafa. Rúðuþurrkan sá um þetta fyrir mig. Svo var veðrið í nótt helvíti skemmtilegt líka, þvílíkt rok og ég hugsaði allan tímann með mér hvað ég innilega nennti ekki að vakna og fara út í þetta. Svo reyndist vera logn akkúrat þegar ég labbaði út hjá blokkinni minni, en þegar ég kom í skólann var hávaðarok. Svona er Ísland í dag.
Svo heldur kvef áfram að hrella landann. Ég hélt ég væri búinn að taka út minn skammt en það er einhver hálsbólga að gera vart við sig með svona pirringi í hálsi. Vonandi að það verði ekkert meira en það í þetta skiptið, enda má maður ekki mikið við því að verða veikur, nóg að gera í skólanum.
Svo heldur kvef áfram að hrella landann. Ég hélt ég væri búinn að taka út minn skammt en það er einhver hálsbólga að gera vart við sig með svona pirringi í hálsi. Vonandi að það verði ekkert meira en það í þetta skiptið, enda má maður ekki mikið við því að verða veikur, nóg að gera í skólanum.