Þar sem ég sit núna fyrir framan tölvuna mína og skrifa þennan póst þá er hér við hliðina á mér á skrifborðinu mínu stafli af spólum sem ég hef tekið upp. Ég þyrfti að taka eina helgi í að horfa á þetta allt saman. Reyndar gerist þetta æ oftar hin seinni ár, þegar námið fór að taka meiri tíma og maður vildi kanski ekki missa af einhverjum þætti eða eitthvað þannig. Svo steingleymir maður hvað er á hverji spólu og horfir ekkert á þetta fyrr en kanski viku eða tveimur eftir að maður tók þetta upp.
Furðulegur atburður átti sér stað í kvöld, spurning reyndar hvort þetta teljist til atburðar. Allaveganna þá var ég í brennsluæfingu og var að hlaupa og svitnaði vel á meðan, eins og gengur og gerist. Þá á meðan finn ég svona ammoníak eða hjartarsaltslykt og hún er ekki góð, þannig að ég svona fer að pæla hvort þetta sé af mér, ég var í hreinum bol, eða einhverjum í kringum mig. Svo þegar æfingin er búin þá svona þefa ég af hálsmálinu og jú viti menn þar er þessi lykt. Furðulegt hreint út sagt og spurning hvort það sé eitthvað að mér, eða hvort svitinn og kanski þvottaefnið sem notað var til að þvo bolinn hafi blandast saman og búið til þessa lykt.
Furðulegur atburður átti sér stað í kvöld, spurning reyndar hvort þetta teljist til atburðar. Allaveganna þá var ég í brennsluæfingu og var að hlaupa og svitnaði vel á meðan, eins og gengur og gerist. Þá á meðan finn ég svona ammoníak eða hjartarsaltslykt og hún er ekki góð, þannig að ég svona fer að pæla hvort þetta sé af mér, ég var í hreinum bol, eða einhverjum í kringum mig. Svo þegar æfingin er búin þá svona þefa ég af hálsmálinu og jú viti menn þar er þessi lykt. Furðulegt hreint út sagt og spurning hvort það sé eitthvað að mér, eða hvort svitinn og kanski þvottaefnið sem notað var til að þvo bolinn hafi blandast saman og búið til þessa lykt.