A site about nothing...

fimmtudagur, október 28, 2004

Ansi launhált í morgun og ég fór ekki varhluta af því. Var nýlagður af stað í skólann og var að koma að hringtorginu sem er hjá Samkaup þegar ég tek eftir því að bíllinn fyrir framan mig er nánast stopp. Ég negli niður, er svona 15-20 m frá, og held ég hafi svona tappað á bremsunni, en ég skautaði aftan á bílinn fyrir framan mig og árekstur staðreyndin, great. Ég og gaurinn sem ég keyrði á, sem var maður um fimmtugt og virkilega fínn náungi ekki með neinn æsing eða neitt, færðum okkur á planið hjá Samkaup. Meðan við fylltum út skýrsluna sáum við hvern bílinn á fætur öðrum, annaðhvort nauðhemla og renna þvílíkar vegalengdir, snúast(hafa ber í huga að þetta er akrein, sem betur fer, bara fyrir aðra áttinu og umferðareyja aðskilur veginn í hina áttina) og svo voru sumir sem náðu að komast upp á umferðareyjuna sem aðskildi akreinarnar. Annað sem var þónokkuð ógnvekjandi var að á meðan við gerðum skýrsluna kom flutingabíll sem keyrði frekar hratt miðað við aðstæður, bíllinn fyrir framan hann var stopp, og hann neglir niður, byrjar að renna og nær að koma sér upp á grasið sem aðskildi planið sem við vorum á og það hefði þurft lítið til að þessi bíll myndi skella á okkur.
Ég fer heim eftir að hafa fyllt út skýrsluna og verð samferða mömmu og bróður mínum í skóla. Við komum að þessu sama hringtorgi og keyrum ekkert hratt en þurfum að stöðva vegna bíls á undan okkur. Við það rennum við þónokkuð og erum svo stopp. Ég sé í baksýnisspeglinum að einhver á rauðum bíl kemur á þónokkurri ferð, sér okkur stopp, og reynir að stöðva sjálfur. Bíllinn byrjar að renna í áttina að okkur á þónokkrum hraða, ég segi bróður mínum að keyra af stað, en áður en við náðum því þá náði rauði bíllinn að komast upp á eyjuna sem aðskilur akreinarnar og rétt sleppur við að skella afturendanum í okkar bíl. Snýr hann þannig á eyjunni að hann getur keyrt beint inn á akreinina í hina áttina sem hann og gerði.
Aðstæðurnar þarna í morgun voru algjört rugl. Það hjálpaði vissulega ekki til að ég var á sumardekkjum þannig að ég skautaði eins og belja á svelli, en rigningin og ísingin hjálpuðu mikið til. Þetta atvik á eftir að setja skorður í fjárhagsáætlanir mínar en ætli maður geti ekki bara verið ánægður með að hafa ekki slasast og bíllinn ekki eyðilagst algjörlega.