A site about nothing...

miðvikudagur, október 27, 2004

Ég er eflaust ekki í góðu bókinni hjá hagfræðigellunni sem kennir dæmatímana. Fyrir það fyrsta þá var það þarna kóperingar dæmið og á seinasta heimadæmum, sem ég gerði reyndar sjálfur, þá skrifaði ég óvart soffía í staðinn fyrir signý og hún undirstrikaði með svona rauðum penna og skrifaði ummm, eflaust ekki sátt hehe.
Var að niðurhala, það er víst íslenska orðið á enska orðinu download, fyrsta þættinum af fjórðu seríu Smallville. Ég veit ekki hvort einhver var að fylgjast með þessu, en lokaþáttur þriðju seríu endaði í þvílíkum cliffhanger að það hálfa væri nóg, þannig að ég gat ekki setið á dreng mínum og varð að ná í hann. Mun ég horfa á hann í kvöld yfir kvöldmatnum.