A site about nothing...

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Ég var að því kominn að klofna upp á bókasafni í dag, þar sem ég sat og gerði skiladæmi morgundagsins fyrir Tölulega Greiningu. Það fór svo í taugarnar á mér að ég var ekki að fá rétt út að mig langaði helst að klofna bara á staðnum, standa upp og öskra og láta öllum illum látum. En maður er ekki þannig týpa þannig að ég lét það vera.
Óskarinn í kvöld og vitaskuld ætlar maður að vaka og horfa á herlegheitin. Mér finnst skemmtilegast að sjá þarna rauða dregilinn og þegar hátíðin er að byrja en þegar væmnu og endalaust löngu ræðurnar koma þá væri gaman að geta spólað áfram.
Talandi um að spóla áfram þá leigðum ég Einar tvær myndir í gær. Hann leigði myndina Naked Weapon sem er einhver hong kong mynd með fínum bardagaatriðum en slakasta söguþræði sem ég hef séð, hann var nánast enginn og svo leigði ég Pirates of the Caribbian, sem er náttúrulega snilldar mynd. Johnny Depp er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í myndinni og fer á kostum og svo skartar myndin Keiru Knightley, ofurskutlu með meiru.

Langt er síðan ég skrifaði um eitthvað Radiohead lag á Ok Computer eða The Bends. Núna ætla ég að skrifa um eitt uppáhaldslagið mitt á Ok Computer, Let Down(vonbrigði)

"It´s like when Andy Warhol said he enjoyed being bored. It´s about that feeling that you get when you´re not in control of it - you just go past thousands of places and thousands of people and you´re completely removed from it" Þetta sagði Jonny víst um lagið.
Einnig má til gamans geta að lagið var tekið upp á heimili leikkonunnar Jane Seymour sem fólk man kanski eftir sem Dr. Quinn the Medicine Woman, klukkan 3 að nóttu.

föstudagur, febrúar 27, 2004

Meðan ég sit hérna og rita þennan pistil, ef svo mætti kalla, er Gunni að gera stóra heimaverkefnið númer 2 í tölulegri greiningu við hliðina á mér og annars staðar hér í tölvuveri Umbygg eru þriðju árs nemar að búa til lagagreinar fyrir félag í einhverjum leik sem ber nafnið Globulus. Þetta er orðinn ansi mikill lagabálkur því þeir hafa verið dágóðan tíma að semja þessi lög. Þeir ætla að stofna félag í kringum þetta og svo eru allskonar ceremóníur sem á að framkvæma á aðalfundi félagsins. Þetta er greinilega allt mjög fyndið hjá þeim, enda svo flippaðir gaurar, því þeir skellu upp úr með reglulegu millibili. Ein greinin heyrðist mér vera að ung snót í bikini ætti að draga í riðla fyrir þennan globulus leik. Ekki slæm grein það.
Annars var ég að pæla með internetið. Eins mikil tækninýjung og þetta var þá er nýjabrumið soldið mikið farið af því. Þegar maður er í skólanum eyðir maður þónokkrum tíma í það að flakka á netinu, því ekki nennir maður að læra allan tímann. Og þegar maður hefur farið hin daglega rúnt sem innifelur; að skoða fótboltasíður eins og Fotbolti.net, Manutd.com, Manutd.is og tribalfootball.com(fyrir slúður); Batman.is er fastur punktur í internet tilverunni og svo eru það hin ýmsu blogg sem maður skoðar. Þar fyrir utan er ekkert að skoða. Þannig þegar maður fer í fjórða eða fimmta skiptið á netið yfir daginn þá er maður algjörlega hugmyndasnauður varðandi hvað maður eigi að skoða.
Er internetið dautt? Hvað finnst ykkur?

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Ansi merkilegur dagur að baki. Í dag tókst mér að rústa fyrir stelpu á þriðja ári Americas next top model með því að blaðra því hver vann. Ég átti nördalegasta samtal ævi minnar við Söru, þar sem við vorum að dásama Matlab, Mesh, Surf og litina sem Matlab býður upp á, eða missingur yfir Matlab eins og ég myndi vilja kalla þetta samtal. Svo náði ég að troða skrúfblýantinum mínum inn í puttann á mér og fá feitan skurð. Svo stefnir morgundagurinn í það að vera fyrsti föstudagurinn síðan ég byrjaði í skólanum eftir jól sem ekkert er farið, en það gæti allt breyst á morgun svosem.
Maður ætti að fara að ganga með á sér svona skrifblokk þar sem maður skrifar niður þær hugmyndir sem maður fær yfir daginn svo maður geti bloggað um þær á kvöldin. Ég er svona gaur sem fær fullt af góðum hugmyndum til að blogga um en svo um kvöldið man ég ekki neina af þeim.
Svona í lokin vil ég koma fram með eina góða hugmynd. Afhverju er ekki háskólaútvarp til staðar á Íslandi? Ég tel að þetta yrði ekkert erfitt framkvæmdar. Því það er pottþétt til fólk sem myndi vilja vera með kanski klukkutíma langan þátt, t.d. fólk í fjölmiðlafræði og pottþétt í öðrum deildum. Hitt húsið gæti skaffað græjurnar og svo myndi útsendingartími til að byrja með vera á daginn, svona 8-24 eða minna. Ég tel að þetta yrði ágætis viðbót við háskólalífið.
Að lokum vil ég bara þakka Jóni Skafta og Gulla fyrir hrósið, ekki oft sem maður er mærður svona.

Rosalegasta kombakk knattspyrnusögunnar í gærkvöldi í boltanum hjá okkur. Við vorum að skíta upp á bak þegar 5 mínútur voru eftir, 6 mörkum undir og allt í steik. Tókum við þá okkur ekki bara til og náðum að jafna áður en gaurinn sem sér um salinn kom, þá hætta vanalega leikirnir. En þar sem leikurinn var jafn, þá var úrslitamark og þá stóð Káki fyrir sínu og við sigruðum á eins dramatískan hátt og hægt er. Snilld.
Reyndar var ég soldill böðull í gær, bombaði einu sinni á markið og Dabbi var svo óheppinn að vera fyrir. Boltinn beint í andlitið á honum, og einhverja hluta vegna var hann með gleraugu, sem flugu af og brotnuðu í svona 9 skiptið skilst mér. Svo byrjaði ég á hrynunni, bombum í káka, þegar ég var að hreinsa undir lok leiksins. Hann fékk boltann í magann eða viðbeinið. Svo stuttu seinna fékk hann skot á sama stað frá andstæðingum okkar, og gott ef ekki hann hafi fengið eitt skot í viðbót á sama stað.
Gunnlaugur Úlfsson var svo góður að leyfa mér að birta færsluna hans sem heitir, Vindstigin kvödd

Hver kannast ekki við þá aðstöðu að hafa verið spurður þessarar spuringar:" Af hverju var mælieiningunni fyrir vindi breytt úr vindstigum yfir í m/sek?" Persónulega var ég orðin ansi leiður á því að vita ekki svarið og las ég mér því aðeins til um efnið og skráði nokkra punkta um efnið og má afraksturinn sjá í örstuttri grein sem ég ritaði og ber hún heitið "Vindstigin kvödd"

Vindstigin kvöddÁrið 1805 setti breskur flotaforingi að nafni Francis Beaufort fram kvarða til að áætla vindstyrk út frá kraftáhrifum vindsins á yfirborð sjávar og á segl herskipa þess tíma. Kvarðinn, sem kenndur er við upphafsmanninn, náði heimsútbreiðslu, og hafa vindstigin tólf sem kvarðinn skiptist í verið notuð allt fram á þennan dag til að meta lárétta hreyfingu loftsins. Það er engin tilviljun að kvarðinn endaði í 12, því þar liggja efri mörk þess sem er í mannlegum mætti að meta út frá áhrifum vindstyrksins á yfirborð sjávar. Við þær aðstæður er sjórinn þakinn hvítri froðu, skyggni nánast ekkert og engin leið að meta áhrif aukins vindstyrks. Þótt kvarðinn hafi upphaflega verið miðaður við áhrif vinds á sjó var viðmiðunin síðar færð upp á landið og þá miðað við áhrif vindsins á reyk, trjágróður , menn og mannvirki. Með þessum kvarða var unnt að samræma mat manna á vindstyrk um allan heim en slíkt er lykilatriði við allar veðurathuganir, veðurspár og úrvinnslu á vindgögnum. Meðan engin mælitæki voru til var því Beaufort-kvarðinn merkt framfaraskref og síðar alþjóðlega viðurkenndur sem vindmælieining.

Mælitæki og hnútar
Þrátt fyrir að lengdareiningin metri væri upphaflega skilgreind árið 1790 var og raunar er enn sjómílan eða breiddarmínútan ríkjandi lengdar- eða fjarlægðareining á sjó. Þegar mönnum tókst að smíða tæki til að mæla hreyfingu loftsins, þ.e. vindhraða var því eðlilegt að notast við eininguna sjómíla á klukkustund eða hnútur (e. knot). Til að gera langa sögu stutta var hnúturinn lengi mest notaða vindhraðaeiningin í veðurathugunum eftir að menn fóru að nota vindhraðamæla og enn í dag er sú eining allsráðandi í allri veðurþjónustu við flug. Fljótlega eftir að farið var að mæla vindhraða skapaðist þörf fyrir að finna samhengið milli vindstyrks, sem metinn er í vindstigum og vindhraða. Þetta samhengi hefur verið skilgreint út frá reynslu og búnar til töflur sem nota má til að áætla hvernig vindhraði myndi mælast við tiltekinn vindstyrk. Hafa ber þó í huga að vindstigahugtakið grundvallast á meðaláhrifum og er 10 mínútna tímaeining notuð. Þá er raunverulegur vindhraði afar breytilegur í tíma og rúmi og vindhviður ekki skilgreindar á Beaufort-kvarðanum né heldur nást þær með mælum sem mæla einungis 10 mínútna meðalvindhraða.

Alþjóðlega SI-einingakerfið
Árið 1960 var ákveðið að taka upp samræmt alþjóðlegt einingakerfi (SI-einingakerfi, Systeme Internationale d´Unites) og að grunneiningarnar yrðu sjö: metri (lengd), sekúnda (tími), kílógramm (massi), kelvín (hiti), amper (rafstraumur), mól (fjöldi) og kandela (ljósstyrkur). Ekki var vanþörf á að reyna að samræma einingar þar sem í notkun voru alls kyns einingar með ótrúlega breiðri skírskotun, s.s. til konunglegrar þumallengdar og líkamshita nautgripa. Hraðaeiningin í þessu SI-kerfi er því metri á sekúndu eða m/s. Á síðustu áratugum hefur mikið áunnist um allan heim í að staðla einingar þótt enn vanti mikið upp á að það hafi að fullu tekist. Ekki síst hefur kostnaður við að breyta gömlum einingum tafið framgang málsins.

Vindmælavæðing
Eins og áður sagði var áætlun vindstyrks út frá Beaufort-kvarðanum hin ríkjandi aðferð við vindhraðaathuganir. Fyrir aldarfjórðungi voru aðeins fáir vindhraðamælar í notkun á íslenskum veðurathugunarstöðvum og meðalvindhraði mældur með þeim flestum. Á síðustu árum hefur orðið bylting hér á. Vindmælir er orðin regla fremur en undantekning á skeytastöðvum Veðurstofunnar og á aðeins örfáum árum hafa verið settar upp sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar, sem Vegagerðin, Siglingastofnun, Landsvirkjun og fleiri aðilar auk Veðurstofunnar eiga. Þessar stöðvar, sem líklega eru orðnar um eða yfir 100, mæla flestar augnabliks vindhraða, þ.e. vindhviður, sem bæði eru oft langt frá 10 mínútna meðalvindhraða og hafa alls enga skírskotun til gamla, góða Beaufort-kvarðans. Vitneskja um vindhviður er hins vegar afar mikilvæg þar sem þær eru fyrst og fremst skaðvaldar þegar um slys af völdum vinds eða foktjón er að ræða. Í vindasömu og fjöllóttu landi eins og Íslandi er slíkt vel þekkt.

Norræn samþykkt
Snemma á áttunda áratugnum mótuðu veðurstofustjórar á Norðurlöndunum fimm þá stefnu að taka skyldi upp vindhraðaeininguna metra á sekúndu í veðurþjónustunni. Af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess hve óvíða vindur var mældur en ekki áætlaður hér á landi hefur þessi breyting ekki komið til framkvæmda hér. Hinar Norðurlandaþjóðirnar fjórar hafa hins vegar fyrir alllöngu tekið þessa einingu upp í almennu veðurþjónustunni, enda vindmælavæðingin gengið hraðar fyrir sig hjá þeim. Því miður hefur ekki náðst samstaða meðal annarra þjóða um að laga sig að SI-eininga kerfinu og víða í Evrópu hefur einingin kílómetrar á klukkustund, km/klst, leyst Beaufort-kvarðann af hólmi. Og hinir oft svo sérstæðu Bretar nota (land) mílu á klukkustund í almennri veðurþjónustu. Þannig sést að margt á enn eftir að sæmræma þó svo að flestir eða allir í nágrenni okkar séu búnir að laga sig að þeirri staðreynd að vindur er í dag oftast mældur en ekki áætlaður. Hins vegar er nánast öruggt að þessi samræming á eftir að eiga sér stað, þar sem samtök Evrópuþjóða innan Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar hafa samþykkt að nota skuli m/s í öllum veðurskeytum í almennri veðurþjónustu, þótt hnútar verði enn um sinn notaðir í flugveðurþjónustu.

Komið að okkur
Í framhaldi af því sem er rakið hér að framan, hefur Veðurstofa Íslands ákveðið að fara sömu leið og aðrar veðurstofur á Norðurlöndunum og taka upp alþjóðlegu hraðaeininguna metra á sekúndu (m/s) í almennri veðurþjónustu. Nú þegar er búið að stíga fyrstu skrefin í þessa átt með því að nota þessa einingu í vindupplýsingum á heimasíðu stofnunarinnar á Netinu, "vedur.is". Að sjálfsögðu þarf að kynna þessa breytingu afar vel og um tíma verður að nota tvær eða fleiri einingar samhliða. Við á Veðurstofunni erum þess fullviss, að þegar til lengri tíma er litið verður þessi breyting til verulegra bóta og raunar nauðsynleg til að geta komið ítarlegum og mikilvægum upplýsingum um vinda og veður á framfæri til notenda. En við gerum okkur einnig grein fyrir því, að nokkurn tíma tekur að venjast þessu, aðlagast og ekki síst að fá tilfinningu fyrir einingunni. Ég, eins og margir aðrir, hef þegar innibyggt "vindstigaforrit". En minnumst þess að fyrir 30 árum ók þjóðin frá vinstri vegarhelmingi yfir á þann hægri. Það gekk afar vel og hálfu ári síðar vildu fáir skipta og örugglega enginn í dag.

Færeyjar eru eyjaklasi milli Íslands og Shetlandseyja. Þær eru hluti danska konungsríkisins, en íbúarnir hafa heimastjórn. Byggðar eyjar eru 17 og auk þeirra eru margar smáeyjar og sker. Heildarflatarmál þeirra allra er u.þ.b. 1396 km². Stærstar eru Straumey, Austurey, Vogar, Suðurey, Sandey, Borðey og Svíney. Höfuðborgin er Þórshöfn á Straumey. Íbúafjöldinn 1. des. 1999 var u.þ.b. 45.000, þar af 15.000 í Þórshöfn.

Eyjarnar ná yfir svæði, sem er 113 km langt frá suðri til norðurs og 75 km breitt frá vestri til austurs. Strandlegja eyjanna er u.þ.b. 1100 km löng. Fjarlægðir til nágrannalanda: Til Íslands 450 km, Noregs 675 km, Shetlandseyja 300 km og Aberdeen 580 km. Ferðatími með ferju frá Hanstholm í Danmörku u.þ.b. 37 klst. Með flugi frá Kaupmannahöfn/Billund u.þ.b. 2 klst.

Austurey er næststærsta eyja Færeyja og næstþéttbyggðust. Þar er hæsti tindur eyjanna, Sléttaratindur (882m). Þar eru líka lengstu bílagöngin, 2,5 km löng, og tveir dýpstu firðirnir, Skálafjörður og Funningsfjörður. Meðal margra iðnfyrirtækja þar er skipasmíðastöð og margar fiskvinnslur. Norðurhluti eyjarinnar býður upp á fjölbreyttar gönguferðir. Elduvík á norðausturströnd Funningsfjarðar er fallegt þorp. Leiðin þangað liggur meðfram strönd fjarðarins eftir tiltölulega nýjum og góðum vegi. Áður en hann var lagður var byggðin einangruð og fólk varð að ferðast með bátum eða ganga um fjallvegi. Gamla höfnin skammt frá þorpinu gefur hugmynd um harðbýlið fyrrum. Oyndarfjörður á austurströndinni er um margt merkilegt þorp. Þegar komið er þangað með bát sjást hinir svonefndu Rinkusteinar nokkra metra frá ströndinni. Þeir eru þeirrar náttúru, að rugga stöðugt fyrir hreyfingu sjávar eins og þeir hafa gert öldum saman. Margir bæir á Austurey eru skoðunarverðir vegna legu sinnar og fagurs umhverfis. Skammt norðvestan Gjógv er sérstaklega fallegur dalur, Ambadalur, þaðan sem er einkanlega fagurt útsýni til hæsta klettaröðuls í hafinu kringum Færeyjar, Búgvins. Skammt norðan Eiðis er Eiðiskollur. Þaðan er fagurt útsýni meðfram norðurströndum Straumeyjar og Austureyjar og allt að yztu sjónarrönd. Safnið Blásastofa við Norðragötu er í gömlu bændabýli.Umhverfis það eru fjögur jafngömul hús, sem tilheyra bænum og rétt hjá þeim er gamla kirkjan. Þessi hús gefa fólki þá tilfinningu, að það sé komið nokkrar aldir aftur í tímann.

Tóftavatn á suðurenda eyjarinnar býr yfir afarfögru og tímalausu umhverfi. Eyjan býður upp á marga möguleika fyrir stangaveiðimenn, bæði í fersku vatni og með ströndum fram. Ganga upp á Sléttaratind með rútuferð að rótum þess tekur u.þ.b. 5 klst.Ganga frá Gjógv í Ambadal og til baka tekur u.þ.b. 3 klst. Í þorpinu Strendur eru spuna- og prjónaverksmiðja og minjagirpagerð úr blágrýti (öskubakkar, lampar, glös o.fl.). Í Götu er hægt að heimsækja Blásastofusafnið og njóta fagurs umhverfis í Norðragötu.

Gunnlaugur Úlfsson, stud.jur., janúar 2004.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Gamli kallinn, þ.e. faðir minn býr úti á spáni með konunni sinni og barni hennar. Nú er pabbi kominn með msn og er að dýrka þetta apparat. Það getur verið soldið erfitt að hringja þarna út, dýrt og þessháttar og því er það bara frábært að gamli maðurinn tekur tækninni opnum örmum og maður fær að heyra meira í honum.

Massaði það að setja inn Windows XP þannig að núna er tölvan mín með tveimur stýrikerfum. Svo náði ég að setja netið inn bara um leið og nýja stýrikerfið var up and running sem er bara gott mál. Reyndar er eitt pirrandi við það að vera kominn með nýtt stýrikerfi, maður þarf að setja inn öll forrit aftur og allskonar stillingar sem maður var orðinn vanur eru ekki lengur til staðar, eins og favorites á netinu, svo dæmi séu tekin. En þegar maður er kominn með XP þá lagast tölvan til muna og hættir að frjósa í tíma og ótíma, og ctrl alt del virkar, ólíkt Windows ME sem ég var með.
Svo fékk maður pínu nostalgíu fílling þegar maður notaði Messenger sem fylgir með XP fyrst. Einhver eldgömul útgáfa af forritinu og hreint hræðilegt að nota það. Enda var það eitt af mínum fyrstum verkum að ná í nýjastu útgáfuna.

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Ég hef uppgötvað að ég hef hæfileika á því sviði að sjá hvaða fræga fólki venjulegt fólk líkist. Þetta er eitthvað sem maður gæti náttúrulega nýtt sér, stofnað umboðsskrifstofu fyrir tvífara í bandaríkjunum eða bretlandi þar sem ákveðinn markaður er fyrir svona "look-a-likes". Ef umboðsskrifstofan gengur ekki þá gæti ég alltaf gert þetta fyrir séð og heyrt en það blað var einmitt með svona tvífara leik seinasta sumar, ég gæti verið svona talent scout fyrir blaðið. Ef verkfræðin gengur ekki þá mun ég gera þetta :D.
Ef það er einhver góðhjörtuð manneskja þarna úti sem les þetta blog og á Windows XP á geisladiski, helst upgrade disk en má vera venjuleg útgáfa og er tilbúin að lána mér diskinn, þá endilega kommentaðu hérna hjá mér, því mig vantar þetta virkilega.
Meðan ég man, þá var ein góð vinkona mín að segja mér áðan að ég líktist Ryan, manninum hennar Tristu. Ég veit ekki með það.

laugardagur, febrúar 21, 2004

Maður hefur verið svo slakur við að bæta inn linkum á fólk hérna og því ætla ég að bæta úr því, ef ég gleymi einhverjum, t.d. þér, þá bara kommentaðu á það.
Bætti við Gunna Palla, Sunnu frænku minni, Hrefnu vinkonu minni úr verkfræði og Atla vini hans Tuma.

Svo virðist sem n-ið á lyklaborðinu mínu sé annað hvort að gefa sig eða sé eitthvað tregt því það vill hreinlega stundum bara ekkert birtast í setningum sem ég skrifa þó ég telji mig hafa lamið á stafinn á lyklaborðinu. Þetta er einkar hvimleitt þar sem þetta getur hægt svo óskaplega á vélrituninni.

Ansi öflug árshátíð að baki. Golf var ekki spilað sökum þess að það snjóaði í gær en var svosem ekkert verra. Við herbergisfélagarnir fengum ansi veglegt herbergi, með þremur rúmum, 20´ sjónvarpi og koníaksstofu þar sem var sófasett. Sambúðin gekk bara mjög vel, engin teljandi vandræði komu upp á og var talað um að styrking hefði átt sér stað. Herbergi okkar var vel staðsett og hefði verið mjög gott sem partýherbergi en sem betur fer gerðist það ekki, því ég hefði ekki viljað að fötin mín anguðu af sígarettureyk og svo þá þurfti maður ekkert að hafa áhyggjur af dótinu sínu.
Hrafn byrjaði daginn frekar illa, fékk skurð á hausinn þegar hann var að hlaupa aftur út í laug vegna einhverjar fáránlegrar súlu sem hann tók ekkert eftir.
Maturinn var bara nokkuð góður, súpan var virkilega góð en humarinn soldið laus í sér. Ég var samt ekki alveg nógu ánægður með nautið, fannst það soldið seigt og fleirum fannst það líka. En eftirrétturinn var virkilega góður.
Heiðursgestur kvöldsins var mjög fínn. Maður hefði getað haldið að hann væri að taka þátt í fyndnasta manni Íslands því hann reytti af sér brandarana og þetta breyttist í svona Stand Up hjá honum. Kynnirinn var líka með Stand Up, byrjaði mjög vel en eftir því sem á leið gróf hann dýpri og dýpri holu fyrir sjálfan sig og missti salinn algjörlega. Svo var komið að skemmtiatriðunum, þriðja árs stelpurnar í vélinni lentu í vandræðum með sitt atriði og það missti algjörlega marks. Hrafn, Ari, Dabbi og Árni tóku gamalt MR classic, stærfræðistúlkuna og stóðu sig mjög vel. Heyrðist því miður ekki nógu vel í þeim þar sem tónlistin var of hátt stillt. Besta atriðið áttu þó annars árs strákarnir í Byggingunni þar sem þeir mæmuðu ýmis atriði og tókst mjög vel upp. Talað var um það eftir á að Tumi gæti jafnvel stofnað Boyband því honum tókst svo vel upp í því atriði.
Eftir mat og atriði var haldið inn á herbergi og í partý í hinum ýmsum herbergjum. Það var mikið sungið og Káki og Árni voru nokkuð öflugir í einu partíinu. Svo fór maður í annað herbergi og þar var svona rólegri stemmning, þar sem var spjallað um hin ýmsu mál. Þannig að þetta var öll flóran. Svo þegar svona 40 mínútur voru eftir af ballinu fór ég á ballið þar sem svitabandið var að spila. Þeir voru bara helvíti góðir og héldu uppi góðri stemmningu. Ég, Einar, Addi Akureyringur og fleiri tjúttuðum af okkur skóna þarna í lokin á ballinu.
Eftir þetta tóku við fleiri herbergispartý. Fyrst var farið í eitt öfga stórt partý þar sem voru eflaust einir 40 manns. Einar Leif og Helgi sem eru í stjórn vélarinnar spiluðu af lyst hin ýmsu lög sem allir tóku undir, en eftir einhvern tíma komu öryggisverðir og reyndu að banna þetta. Þá fór ég niður og fann annað partý sem þær stöllur, Sara, Olga og Gígja héldu. Þar var líka þessi kassagítarsstemmning en aðeins færri og mikið af fyrstu árs nemum. Svo var maður þar í góðum fíling þangað til farið var að sofa.
Svo í dag þegar allir voru klæddir og komnir á ról var farið á Pizza Hveragerði sem er til húsa þar sem Pizza 67 var áður og fengin sér pizza og horft aðeins á Chelsea-Arsenal. Helvíti dýr staður en ágætis pizzur þó.
Í heildina litið er maður bara sáttur við þetta og vonandi verður svipaður pakki á næsta ári.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Seinasta færsla var í fokki. Blogger.com á það til að fara í pínu rugl ef maður lætur líða soldin tíma frá því maður byrjaði að skrifa einhverja færslu og þangað til maður skellir henni inn, allir íslenskir stafir verða spurningamerki.
Eins og flestir sjá er ekkert golfveður og því hefur verið skrúfað fyrir þær áætlanir. Líklega verður lagt af stað úr bænum svona um þrjú leytið og því spurning hvernig maður eigi að drepa tíman þangað til. Ég finn að kvef gæti verið á leiðinni en vonandi kemur það ekki fyrr en á morgun eða sunnudag.

Árshátíð á morgun og bara kominn léttur spenningur í mann. Ætlunin er að leggja af stað upp úr hádegi og ef veðrið verður gott verður reynt að komast í golf. Jakkafötin eru tilbúin og búið að strauja skyrtuna. Helsti höfuðverkurinn er hvaða bindi á að vera með. Guð sé lof að vera ekki stelpa hehe. Þær þurfa helst nýtt dress fyrir hverja árshátíð og þetta er því meiri höfuðverkur en hjá okkur, svo ekki sé nú talað um alla snyrtivinnuna tsss.
Fór á BB King í dag, brjáluð röð en gekk þó hratt fyrir sig. Maturinn var mjög góður en í dýrari kantinum. Spurning ef maður fer svona um miðjan dag hvort maður noti ekki tilboðið á Stylenum, 600 kall fyrir ostborgara franskar og kók.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

úbs gleymdi að setja inn upplýsingar um Radiohead lag af Ok computer eða Bends. Lagið Electioneering er næst.

Thom describes this song as being about preaching to others through a microphone. He uses the metaphor of a politician selling his party platform to critique the live promotional shows Radihoead was doing to sell its music.

Mig langar rosalega að búa til svona compilation í bílinn af lögum sem ég fíla og hef alltaf fílað en alltaf þegar ég ætla að byrja þá svona gefst ég upp. Það er alveg slatti af lögum sem ég á á tölvunni en ég veit bara ekki hvernig ég á að mixa diskinn, á ég að hafa hann þematengdan t.d. rokk lög eða chill lög eða hip hop eða á ég að mixa þessu öllu saman? Þessi höfuðverkur sem valið er veldur því að ég nenni ekki að standa í þessu og útvarpið og einstaka venjulegur geisladiskur verður að duga greinilega.
Reyndar hef ég búið til svona compilation diska sem eru þematengdir, fyrir mörgum árum síðan þegar ég fékk skrifarann minn. Þá var ég miklu meira í því að finna nýja tónlist og forrit eins og Napster og Audiogalaxy gerðu manni kleyft að finna allan fjandann. Þar sem ég segist vera svona ekki mainstream maður í tónlist, hlusta mikið á efni sem væri aldrei spilað í útvarpi og svoleiðis þá voru Napster og Audiogalaxy það besta sem kom fyrir mig. En svo einn góðan veðurdag ákvað tölvan að hrynja og öll vinnan farin í súginn. Ég var búinn að koma mér upp ansi mögnuðu safni af Radiohead lögum og svona lögum sem þú finnur ekki auðveldlega á netinu, en í einni svipan var það horfið. En þeir diskar sem ég bjó til á þeim tíma og á ennþá eru þvílíkir gullmolar og í hafa í rauninni fyrir mig sögulegt gildi. Eitthvað af þeim mjög svona sjaldgæfum lögum sem ég hafði fundið er á þeim og það er mjög gaman að heyra hvað ég var að hlusta og fíla þá.
Í dag er ég kominn með ágætis safn, enda DC++ að gera góða hluti og svo nota ég Fjalla Palla mikið því hann er með fartölvu og getur því niðurhalað á háskólanetinu í gegnum DC og svo skrifa ég á diska. Þannig að það mætti segja að í dag er ég meira að ná í heilar plötur heldur en einstaka lög. Svo ef maður fílar plötuna þá kanski kaupir maður hana en ef ekki þá veit maður að hún er rusl og maður eyddi ekki 2600kr í hana.

mánudagur, febrúar 16, 2004

Survivor AllStars hefur allt greinilega. Einkar svona tilfinningaríkur þáttur í kvöld þar sem einn keppandinn dróg sig úr keppninni því hún hafði á tilfinningunni að mamma hennar sem hafði verið veik, hefði versnað. Eins gott hún gerði það því 8 dögum seinna dó mamma hennar.
Svo er fólk byrjað að svona daðra við hvert annað og stefnir í heitt samband milli Amber, sem Colby minn maður á víst að hafa verið með eftir þáttinn í Ástralíu og New York Rob.
Svo er ég meira og meira farinn að fíla Richard, þessi taktík hans að vera alltaf nakin hefur pottþétt áhrif á fólk sem er þarna og það fyndna er að allir í áttbálknum virðast vera bara í gúddí með þetta. Ekki myndi ég sérstaklega vilja faðma gaurinn ef þau vinna einhverja mikilvæga friðhelgiskeppni, eða ef þau eru að synda að vera bakvið hann hehe.

6-Y sem var rómaður fyrir góðan móral í gömlu góðu dögunum í MR hittist í kvöld, þ.e. hluti af honum. Mæting var ekki jafnmikil og búist hafði verið við en þó var góðmennt. Marta sem er án vafa einhver besti gestgjafi sem ég veit um hélt þetta með myndarbrag. Spilað var Party og Co sem bauð upp á mikinn hlátur þegar fólk sýndi leiksigur eða sýndi hversu mikla hæfileika það hafði á sviði teikninga. Trademark hluti spilsins reyndist hvað erfiðastur og fór svo að öll liðin voru komin með allar kökurnar fyrir utan Trademark. Að lokum fór svo að það kom eitthvað vörumerki sem hreinlega ógjörningur hefði verið að klúðra, þ.e. Kóladrykkur. Eftir að hafa spilað var setið og spjallað saman og ýmislegt rætt. Saga sagði okkur frá ferð sinni til Japans og einnig var soldið rætt um undirskriftir og hvaða stafir væru verstir að hafa í undirskriftum svo dæmi séu tekin.
Það er nú alltaf gaman að hittast svona utan skólans og er stefnan tekin á gott chill svona þegar vorið er komið.

laugardagur, febrúar 14, 2004

Jæja herbergismál komin á hreint fyrir árshátíðina, ég mun ásamt þeim Oddsbörnum, Einari og Þórdísi Önnu gista á Hótel Örk á árshátíðinni.
MR-ingur ásamt einhverjum úr iðnskólanum í Hafnarfirði komu sáu og sigruðu Hönnunarkeppnina og því mætti segja að ég hefði double ástæðu fyrir að vera sáttur, þ.e. ég var í MR og er úr Hafnarfirði :) hehe. Svo var vísó í Marel í kvöld og var hin fínasta. Leit aðeins við heima hjá mér áður en ég fór í bæinn á Pravda þar sem stemmningin var svona svona, og ég nennti ekki að vera í bænum þannig að ég fór ásamt Einari Odds( strax kominn í styrkinguna) á Nonnabita þar sem við hittum Ara Björns og spjölluðum við hann. Svo vorum við Ari með bílana okkar á sama stað þannig að við röltum þangað saman og ég tók styrkingu við hann. Þannig að þetta var svona kvöld styrkinga hjá mér. Þegar heim var komið var MI 1 í sjónvarpinu sem mig minnti endilega hefði verið leiðinleg en hún var bara ágæt.

Næsta lag í umfjölluninni er snilldarverkið Paranoid Android.

"It really started out as three separate songs and we didn´t know what to do with them, then we thought of Happiness is a warm gun, which was obviously three different bits that John Lennon put together, and said: Why don´t we try that?"[Thom Yorke].
After being asked if the song was about the Fall of the Roman Empire, Thom adopted this explanation, but other band members have likened the lyrics of the track to those of The Bends. On one hand the lyrics are absurd; on another, they´re quite serious.
Að mínu mati er þetta lag svona Bohemina Rapsody þeirra Radiohead, sökum kaflaskiptinganna í laginu sem minna mann óneitanlega á Bohemian.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Endalaust slakur dagur hjá mér í dag. Mætti í skólann hálf 10 og bara gerði ekki neitt, þvílíkt þreyttur eitthvað sem er mjög skrýtið, hef kanski vaknað í morgun meðan ég var í djúpsvefni, þá verður maður mjög þreyttur. Vonandi að þetta sé ekki eitthvað sem ætli að halda áfram að gerast.
Boltinn í gær var skemmtilegur sem endranær. Reyndar var þetta svolítið rúst af okkar hálfu en núna er semsagt jafnt á milli liða í fjöldi vinninga og allt getur gerst. Kiddi átti þvílíkan stórleik í sókninni og ég tók nokkur skot í vörninni.
Sá soldið af árshátíðarsjónvarpi Framtíðarinnar á Skjá Einum í dag, sá perlur eins og Stærðfræðistúlkan og Brútus Versló og einnig sá ég mynd eftir að ég hætti í skólanum sem hét Hringvöðvasaga og var virkilega vel gerð. Örn Árnason var fenginn sem sögumaður og bara vel að verki staðið í alla staði.
Árshátíð eftir um það bil viku og svona sæmileg stemmning komin í mann svo á morgun er það Hönnunarkeppnin og vísó í Marel og helgin hefur í för með sér verkefni fyrir framleiðslu og tæknibúnað og Man Utd vs Man City í bikarnum, eins gott að Man Utd drullist til að vinna hann.

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Skellti mér í klippingu í dag og merkilega margir bara tóku eftir því. Maður þarf nú að vera sætur og fínn á árshátíðinni þannig að það var kominn tími til að skerða hárið.

Næsta lag sem fjallað verður um er Planet Telex, mikið uppáhald hjá mér af The Bends:

"Planet Xerox" was this song´s original title, but because Xerox var a copyrighted name, Radiohead changed it to "Planet Telex".
it was recorded one night when the band returned to the studio after drinking a lot of wine. Thom did the vocals lyin down, completely drunk (heyrist ekki finnst mér, insk.blm).

mánudagur, febrúar 09, 2004

Rakst á þetta á batman.is, hérna er árshátíðarútvarp MR í fullum gangi. Þegar maður var í MR þá hlustaði maður alltaf á útvarpið og hafði gaman af. Nú er sú nýbreytni að hægt er að horfa ´´a útvarpsfólkið og hlusta á netinu. T.d. var einhver gaur nakinn í útvarpinu í dag, þ.e. það leit út fyrir að hann væri nakinn en hann hafði buxur um sitt allra heilagasta sýndist okkur.
http://framtidin.mr.is/utvarp/kakoland.html

Ari og Alli báðu um Lucky og það er nú minnsta mál að segja frá því. Reyndar stendur ekki mikið um hvað lagið sjálft fjallar en þó er þetta sagt:

"Lucky was made into what the band considers a "happy song", or at least as happy a song as they are capable of creating."

"On September 4th 1995 some of the best bands and musicians in Britain entered studios all over Europe. Their intention was that by the end of the day they would each have recorded a track for this album, with the aim of raising money for and focusing, attention on, the children caught up in the war in former Yugoslavia. This album was a result of everyone?s HELP."

Radiohead reyndi að gera aðra útgáfu af ?þessu lagi en voru svo hrifnir af upphaflegu útgáfunni að hún rataði á Ok Computer tveimur árum seinna.

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Fór á Lost in Translation í gær, ágætis ræma en mér fannst gerast frekar lítið í henni og enginn boðskapur. Spurning hvort hún eigi að vera tilnefnd til óskarsverðlauna. Maður sá greinilega að þetta væri mynd eftir Sofiu Coppola því hennar svona stíll var yfir öllu, þ.e. sjónrænt séð.
Simple Life fer bráðum að byrja og maður er bara reddí með ostapopp og kók, spurning hvað þær geri af sér í kvöld.

laugardagur, febrúar 07, 2004

Snilldar vísó í gær og Sebastian Peters var maðurinn. Þaðan var farið á Pravda sem var bara sæmilegt og svo á GrandRokk þar sem Ásta Heiðrún fékk hrós frá einhverjum fullum gaur að hún hefði fallegustu eyru á Íslandi, talandi um að heilla stelpurnar :). Fór svo bara frekar snemma heim og var mættur á VR fyrir 11. Leit í gymið eftir hádegi og hljóp 1.5km og þaðan fór ég að horfa á United á móti Everton í leik sem varð allt í einu spennandi en sem betur fór vann United.

Skúbbið þessa vikuna er það að tveir líklegir frambjóðendur séu komnir fram vegna formanns Vélarinnar, annars vegar Hulda Hallgrímsdóttir og hinsvegar Einar Eiðsson. Ennfrekar er skúbbið að það sé stefnan á að ná kvenkyns stjórn.

Jæja þá er komið að Airbag sem er af Ok Computer og hefur alltaf verið eitt uppáhaldslagið mitt.

"The song is about the wonderful, positive emotion you feel when you´ve just failed to have an accident; when you just miss someone and realize how close it was and stop the car and just feel this incredible emotion"

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Meðan ég var að chilla í tölvunni í kvöld og plögga framleiðsuferlisheimasíðunni þá hlustaði ég á tvær af jahh bestu hljómplötum sem gefnar hafa verið út, Ok Computer og The Bends. Þessar plötur eru bara of góðar. Kanski ég taki mig nú til og setji inn svona fróðleiksmola af og til um hvert lag sem prýða þessar tvær plötur. Á helvíti fína bók sem gæti gagnast mér í því og ég ætla að láta High and Dry af The Bends vera fyrsta lagið sem ég fjalla um:

High and Dry which has been introduced as being about, or dedicated, to Evel Knievel, is about people who will do anything, including risking their own lives, to achieve fame.

Ok hvað er málið með Bandaríkjamenn og nekt? Allt verður vitlaust út af brjóstaberun Janet Jackson og sú reiði sem þar kom fram á víst að hafa valdið því að eitthvað örstutt atriði þar sem sést í bert brjóst í Bráðavaktinni var klippt út. Ég hef áður fjallað um skrýtin viðhorf Bandaríkjanna til þessara mála og núna er svosem hægt að impra á þeirri umræðu sem ég var með þá. Það er allt í lagi að sýna fólk sprengt í tætlur, aflimað, barið í spað og fleiri ofbeldishneigð athæfi en að sýna mannslíkama, nei hjálpi mér allir heilagir það má ekki.
Fór og fékk mér Subway í kvöldmatinn sem væri ekki frásögu færandi nema fyrir utan þá staðreynd að kjúklingabringurnar eru ennþá ekki til og víst einhver tími þangað til Subway fái kjúklingarbringurnar aftur. Þetta fer að verða svolítið þreytandi og hver veit kanski verður bara hætt að selja kjúklingabringurnar eins og gert var með Chicken Fajitas sem var selt hérna fyrir nokkrum árum og varð uppselt með reglulegu millibili. Til hvers að hafa eitthvað á boðstólnum sem selst of vel?
Boltinn í gær var magnaður eins og endranær. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en í seinni hálfleik sigum við aðeins fram úr en þó ekki langt. Svo fór að við náðum að halda 1 marks forskoti og næla okkur í fyrsta sigurinn.
Fór ásamt Kidda í gær á Nelly´s að kíkja á leikinn, komum um 5 mínútum fyrir og sáum Ziege setja eitt mark í viðbót. Ákváðum við því bara að sleppa því að horfa á leikinn og fórum heim. Heima tjekkaði ég á leiknum þegar svona 15 mínútur voru eftir og sá því tvö seinustu mörkin. Maður hefði betur átt að halda sig á Nelly´s og horfa á leikinn. Svo í fréttum í kvöld sá ég markvörslurnar á Árna Gauti og þvílíkar markvörslur. Drengurinn er magnaður markmaður og ég hef alltaf sagt að hann gæti vel plummað sig hjá úrvalsdeildarliði.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Þriðja fótboltakvöldið er í kvöld og mitt lið þarf að fara að vinna. Höfum tapað þeim leikjum sem búnir eru og þarf hitt liðið einungis að vinna 6 sinnum í viðbót til að við þurfum að bjóða þeim út að borða. Við erum byrjaðir að nota öfuga sálfræði og spurning hvort það sé að takast. Þetta hafa verið helvíti öflugir og jafnir leikir hingað til og munar einungis 1-2 mörkum í lokin.
Spurning hvort maður hiti ekki upp með því að horfa á Árna Gaut standa í markinu hjá City á móti Tottenham.
Ég er að klofna á næsta heimaverkefni í Framleiðsluferlum. Áttum að búa til eitthvað excel skjal þar sem dæmi voru reiknuð. Jöfnurnar sem okkur voru gefnar upp virka greinilega ekki nógu vel því við erum ekki að fá ásættanlegar niðurstöður, eiginlega langt í frá. Athuguðum verkefni frá fólki í fyrra, fólk gat þetta ekki þá heldur.

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Fyrsti þáttur af The Simple Life þar sem í aðalhlutverkum eru Paris "homemovie" Hilton og Nicole "dóttir Lionel" Ritchie. Þátturinn var bara snilld. Þarna eru tvær svona stelpur sem hafa fengið allt upp í hendurnar og eru mjög svo dekraðar og þeim er fleygt á sveitabæ þar sem ekkert er að gera, engar Chanel búðir og svo framvegis. Þarna mætast tveir ólíkir menningarheimar sem sást greinilega á fataburði stelpnanna miðað við local fólkið, t.d. var Paris með "plumber" bara í góðum fíling. Svo var sýnt og komandi þáttum og þær eiga eftir að gera allt vitlaust. Pottþétt skemmtun sem ég ætla ekki að missa af.

Hér er módel myndin sem bara var svona spur of the moment. Ég var að meta hvort ég ætti að nota hana í CV-inu en fannst það of steikt eitthvað.