Þriðja fótboltakvöldið er í kvöld og mitt lið þarf að fara að vinna. Höfum tapað þeim leikjum sem búnir eru og þarf hitt liðið einungis að vinna 6 sinnum í viðbót til að við þurfum að bjóða þeim út að borða. Við erum byrjaðir að nota öfuga sálfræði og spurning hvort það sé að takast. Þetta hafa verið helvíti öflugir og jafnir leikir hingað til og munar einungis 1-2 mörkum í lokin.
Spurning hvort maður hiti ekki upp með því að horfa á Árna Gaut standa í markinu hjá City á móti Tottenham.
Ég er að klofna á næsta heimaverkefni í Framleiðsluferlum. Áttum að búa til eitthvað excel skjal þar sem dæmi voru reiknuð. Jöfnurnar sem okkur voru gefnar upp virka greinilega ekki nógu vel því við erum ekki að fá ásættanlegar niðurstöður, eiginlega langt í frá. Athuguðum verkefni frá fólki í fyrra, fólk gat þetta ekki þá heldur.
Spurning hvort maður hiti ekki upp með því að horfa á Árna Gaut standa í markinu hjá City á móti Tottenham.
Ég er að klofna á næsta heimaverkefni í Framleiðsluferlum. Áttum að búa til eitthvað excel skjal þar sem dæmi voru reiknuð. Jöfnurnar sem okkur voru gefnar upp virka greinilega ekki nógu vel því við erum ekki að fá ásættanlegar niðurstöður, eiginlega langt í frá. Athuguðum verkefni frá fólki í fyrra, fólk gat þetta ekki þá heldur.