A site about nothing...

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Mig langar rosalega að búa til svona compilation í bílinn af lögum sem ég fíla og hef alltaf fílað en alltaf þegar ég ætla að byrja þá svona gefst ég upp. Það er alveg slatti af lögum sem ég á á tölvunni en ég veit bara ekki hvernig ég á að mixa diskinn, á ég að hafa hann þematengdan t.d. rokk lög eða chill lög eða hip hop eða á ég að mixa þessu öllu saman? Þessi höfuðverkur sem valið er veldur því að ég nenni ekki að standa í þessu og útvarpið og einstaka venjulegur geisladiskur verður að duga greinilega.
Reyndar hef ég búið til svona compilation diska sem eru þematengdir, fyrir mörgum árum síðan þegar ég fékk skrifarann minn. Þá var ég miklu meira í því að finna nýja tónlist og forrit eins og Napster og Audiogalaxy gerðu manni kleyft að finna allan fjandann. Þar sem ég segist vera svona ekki mainstream maður í tónlist, hlusta mikið á efni sem væri aldrei spilað í útvarpi og svoleiðis þá voru Napster og Audiogalaxy það besta sem kom fyrir mig. En svo einn góðan veðurdag ákvað tölvan að hrynja og öll vinnan farin í súginn. Ég var búinn að koma mér upp ansi mögnuðu safni af Radiohead lögum og svona lögum sem þú finnur ekki auðveldlega á netinu, en í einni svipan var það horfið. En þeir diskar sem ég bjó til á þeim tíma og á ennþá eru þvílíkir gullmolar og í hafa í rauninni fyrir mig sögulegt gildi. Eitthvað af þeim mjög svona sjaldgæfum lögum sem ég hafði fundið er á þeim og það er mjög gaman að heyra hvað ég var að hlusta og fíla þá.
Í dag er ég kominn með ágætis safn, enda DC++ að gera góða hluti og svo nota ég Fjalla Palla mikið því hann er með fartölvu og getur því niðurhalað á háskólanetinu í gegnum DC og svo skrifa ég á diska. Þannig að það mætti segja að í dag er ég meira að ná í heilar plötur heldur en einstaka lög. Svo ef maður fílar plötuna þá kanski kaupir maður hana en ef ekki þá veit maður að hún er rusl og maður eyddi ekki 2600kr í hana.