Ég hef uppgötvað að ég hef hæfileika á því sviði að sjá hvaða fræga fólki venjulegt fólk líkist. Þetta er eitthvað sem maður gæti náttúrulega nýtt sér, stofnað umboðsskrifstofu fyrir tvífara í bandaríkjunum eða bretlandi þar sem ákveðinn markaður er fyrir svona "look-a-likes". Ef umboðsskrifstofan gengur ekki þá gæti ég alltaf gert þetta fyrir séð og heyrt en það blað var einmitt með svona tvífara leik seinasta sumar, ég gæti verið svona talent scout fyrir blaðið. Ef verkfræðin gengur ekki þá mun ég gera þetta :D.
Ef það er einhver góðhjörtuð manneskja þarna úti sem les þetta blog og á Windows XP á geisladiski, helst upgrade disk en má vera venjuleg útgáfa og er tilbúin að lána mér diskinn, þá endilega kommentaðu hérna hjá mér, því mig vantar þetta virkilega.
Meðan ég man, þá var ein góð vinkona mín að segja mér áðan að ég líktist Ryan, manninum hennar Tristu. Ég veit ekki með það.
Ef það er einhver góðhjörtuð manneskja þarna úti sem les þetta blog og á Windows XP á geisladiski, helst upgrade disk en má vera venjuleg útgáfa og er tilbúin að lána mér diskinn, þá endilega kommentaðu hérna hjá mér, því mig vantar þetta virkilega.
Meðan ég man, þá var ein góð vinkona mín að segja mér áðan að ég líktist Ryan, manninum hennar Tristu. Ég veit ekki með það.