A site about nothing...

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Endalaust slakur dagur hjá mér í dag. Mætti í skólann hálf 10 og bara gerði ekki neitt, þvílíkt þreyttur eitthvað sem er mjög skrýtið, hef kanski vaknað í morgun meðan ég var í djúpsvefni, þá verður maður mjög þreyttur. Vonandi að þetta sé ekki eitthvað sem ætli að halda áfram að gerast.
Boltinn í gær var skemmtilegur sem endranær. Reyndar var þetta svolítið rúst af okkar hálfu en núna er semsagt jafnt á milli liða í fjöldi vinninga og allt getur gerst. Kiddi átti þvílíkan stórleik í sókninni og ég tók nokkur skot í vörninni.
Sá soldið af árshátíðarsjónvarpi Framtíðarinnar á Skjá Einum í dag, sá perlur eins og Stærðfræðistúlkan og Brútus Versló og einnig sá ég mynd eftir að ég hætti í skólanum sem hét Hringvöðvasaga og var virkilega vel gerð. Örn Árnason var fenginn sem sögumaður og bara vel að verki staðið í alla staði.
Árshátíð eftir um það bil viku og svona sæmileg stemmning komin í mann svo á morgun er það Hönnunarkeppnin og vísó í Marel og helgin hefur í för með sér verkefni fyrir framleiðslu og tæknibúnað og Man Utd vs Man City í bikarnum, eins gott að Man Utd drullist til að vinna hann.