A site about nothing...

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Ansi merkilegur dagur að baki. Í dag tókst mér að rústa fyrir stelpu á þriðja ári Americas next top model með því að blaðra því hver vann. Ég átti nördalegasta samtal ævi minnar við Söru, þar sem við vorum að dásama Matlab, Mesh, Surf og litina sem Matlab býður upp á, eða missingur yfir Matlab eins og ég myndi vilja kalla þetta samtal. Svo náði ég að troða skrúfblýantinum mínum inn í puttann á mér og fá feitan skurð. Svo stefnir morgundagurinn í það að vera fyrsti föstudagurinn síðan ég byrjaði í skólanum eftir jól sem ekkert er farið, en það gæti allt breyst á morgun svosem.
Maður ætti að fara að ganga með á sér svona skrifblokk þar sem maður skrifar niður þær hugmyndir sem maður fær yfir daginn svo maður geti bloggað um þær á kvöldin. Ég er svona gaur sem fær fullt af góðum hugmyndum til að blogga um en svo um kvöldið man ég ekki neina af þeim.
Svona í lokin vil ég koma fram með eina góða hugmynd. Afhverju er ekki háskólaútvarp til staðar á Íslandi? Ég tel að þetta yrði ekkert erfitt framkvæmdar. Því það er pottþétt til fólk sem myndi vilja vera með kanski klukkutíma langan þátt, t.d. fólk í fjölmiðlafræði og pottþétt í öðrum deildum. Hitt húsið gæti skaffað græjurnar og svo myndi útsendingartími til að byrja með vera á daginn, svona 8-24 eða minna. Ég tel að þetta yrði ágætis viðbót við háskólalífið.
Að lokum vil ég bara þakka Jóni Skafta og Gulla fyrir hrósið, ekki oft sem maður er mærður svona.