Ansi öflug árshátíð að baki. Golf var ekki spilað sökum þess að það snjóaði í gær en var svosem ekkert verra. Við herbergisfélagarnir fengum ansi veglegt herbergi, með þremur rúmum, 20´ sjónvarpi og koníaksstofu þar sem var sófasett. Sambúðin gekk bara mjög vel, engin teljandi vandræði komu upp á og var talað um að styrking hefði átt sér stað. Herbergi okkar var vel staðsett og hefði verið mjög gott sem partýherbergi en sem betur fer gerðist það ekki, því ég hefði ekki viljað að fötin mín anguðu af sígarettureyk og svo þá þurfti maður ekkert að hafa áhyggjur af dótinu sínu.
Hrafn byrjaði daginn frekar illa, fékk skurð á hausinn þegar hann var að hlaupa aftur út í laug vegna einhverjar fáránlegrar súlu sem hann tók ekkert eftir.
Maturinn var bara nokkuð góður, súpan var virkilega góð en humarinn soldið laus í sér. Ég var samt ekki alveg nógu ánægður með nautið, fannst það soldið seigt og fleirum fannst það líka. En eftirrétturinn var virkilega góður.
Heiðursgestur kvöldsins var mjög fínn. Maður hefði getað haldið að hann væri að taka þátt í fyndnasta manni Íslands því hann reytti af sér brandarana og þetta breyttist í svona Stand Up hjá honum. Kynnirinn var líka með Stand Up, byrjaði mjög vel en eftir því sem á leið gróf hann dýpri og dýpri holu fyrir sjálfan sig og missti salinn algjörlega. Svo var komið að skemmtiatriðunum, þriðja árs stelpurnar í vélinni lentu í vandræðum með sitt atriði og það missti algjörlega marks. Hrafn, Ari, Dabbi og Árni tóku gamalt MR classic, stærfræðistúlkuna og stóðu sig mjög vel. Heyrðist því miður ekki nógu vel í þeim þar sem tónlistin var of hátt stillt. Besta atriðið áttu þó annars árs strákarnir í Byggingunni þar sem þeir mæmuðu ýmis atriði og tókst mjög vel upp. Talað var um það eftir á að Tumi gæti jafnvel stofnað Boyband því honum tókst svo vel upp í því atriði.
Eftir mat og atriði var haldið inn á herbergi og í partý í hinum ýmsum herbergjum. Það var mikið sungið og Káki og Árni voru nokkuð öflugir í einu partíinu. Svo fór maður í annað herbergi og þar var svona rólegri stemmning, þar sem var spjallað um hin ýmsu mál. Þannig að þetta var öll flóran. Svo þegar svona 40 mínútur voru eftir af ballinu fór ég á ballið þar sem svitabandið var að spila. Þeir voru bara helvíti góðir og héldu uppi góðri stemmningu. Ég, Einar, Addi Akureyringur og fleiri tjúttuðum af okkur skóna þarna í lokin á ballinu.
Eftir þetta tóku við fleiri herbergispartý. Fyrst var farið í eitt öfga stórt partý þar sem voru eflaust einir 40 manns. Einar Leif og Helgi sem eru í stjórn vélarinnar spiluðu af lyst hin ýmsu lög sem allir tóku undir, en eftir einhvern tíma komu öryggisverðir og reyndu að banna þetta. Þá fór ég niður og fann annað partý sem þær stöllur, Sara, Olga og Gígja héldu. Þar var líka þessi kassagítarsstemmning en aðeins færri og mikið af fyrstu árs nemum. Svo var maður þar í góðum fíling þangað til farið var að sofa.
Svo í dag þegar allir voru klæddir og komnir á ról var farið á Pizza Hveragerði sem er til húsa þar sem Pizza 67 var áður og fengin sér pizza og horft aðeins á Chelsea-Arsenal. Helvíti dýr staður en ágætis pizzur þó.
Í heildina litið er maður bara sáttur við þetta og vonandi verður svipaður pakki á næsta ári.
Hrafn byrjaði daginn frekar illa, fékk skurð á hausinn þegar hann var að hlaupa aftur út í laug vegna einhverjar fáránlegrar súlu sem hann tók ekkert eftir.
Maturinn var bara nokkuð góður, súpan var virkilega góð en humarinn soldið laus í sér. Ég var samt ekki alveg nógu ánægður með nautið, fannst það soldið seigt og fleirum fannst það líka. En eftirrétturinn var virkilega góður.
Heiðursgestur kvöldsins var mjög fínn. Maður hefði getað haldið að hann væri að taka þátt í fyndnasta manni Íslands því hann reytti af sér brandarana og þetta breyttist í svona Stand Up hjá honum. Kynnirinn var líka með Stand Up, byrjaði mjög vel en eftir því sem á leið gróf hann dýpri og dýpri holu fyrir sjálfan sig og missti salinn algjörlega. Svo var komið að skemmtiatriðunum, þriðja árs stelpurnar í vélinni lentu í vandræðum með sitt atriði og það missti algjörlega marks. Hrafn, Ari, Dabbi og Árni tóku gamalt MR classic, stærfræðistúlkuna og stóðu sig mjög vel. Heyrðist því miður ekki nógu vel í þeim þar sem tónlistin var of hátt stillt. Besta atriðið áttu þó annars árs strákarnir í Byggingunni þar sem þeir mæmuðu ýmis atriði og tókst mjög vel upp. Talað var um það eftir á að Tumi gæti jafnvel stofnað Boyband því honum tókst svo vel upp í því atriði.
Eftir mat og atriði var haldið inn á herbergi og í partý í hinum ýmsum herbergjum. Það var mikið sungið og Káki og Árni voru nokkuð öflugir í einu partíinu. Svo fór maður í annað herbergi og þar var svona rólegri stemmning, þar sem var spjallað um hin ýmsu mál. Þannig að þetta var öll flóran. Svo þegar svona 40 mínútur voru eftir af ballinu fór ég á ballið þar sem svitabandið var að spila. Þeir voru bara helvíti góðir og héldu uppi góðri stemmningu. Ég, Einar, Addi Akureyringur og fleiri tjúttuðum af okkur skóna þarna í lokin á ballinu.
Eftir þetta tóku við fleiri herbergispartý. Fyrst var farið í eitt öfga stórt partý þar sem voru eflaust einir 40 manns. Einar Leif og Helgi sem eru í stjórn vélarinnar spiluðu af lyst hin ýmsu lög sem allir tóku undir, en eftir einhvern tíma komu öryggisverðir og reyndu að banna þetta. Þá fór ég niður og fann annað partý sem þær stöllur, Sara, Olga og Gígja héldu. Þar var líka þessi kassagítarsstemmning en aðeins færri og mikið af fyrstu árs nemum. Svo var maður þar í góðum fíling þangað til farið var að sofa.
Svo í dag þegar allir voru klæddir og komnir á ról var farið á Pizza Hveragerði sem er til húsa þar sem Pizza 67 var áður og fengin sér pizza og horft aðeins á Chelsea-Arsenal. Helvíti dýr staður en ágætis pizzur þó.
Í heildina litið er maður bara sáttur við þetta og vonandi verður svipaður pakki á næsta ári.