Fyrsti þáttur af The Simple Life þar sem í aðalhlutverkum eru Paris "homemovie" Hilton og Nicole "dóttir Lionel" Ritchie. Þátturinn var bara snilld. Þarna eru tvær svona stelpur sem hafa fengið allt upp í hendurnar og eru mjög svo dekraðar og þeim er fleygt á sveitabæ þar sem ekkert er að gera, engar Chanel búðir og svo framvegis. Þarna mætast tveir ólíkir menningarheimar sem sást greinilega á fataburði stelpnanna miðað við local fólkið, t.d. var Paris með "plumber" bara í góðum fíling. Svo var sýnt og komandi þáttum og þær eiga eftir að gera allt vitlaust. Pottþétt skemmtun sem ég ætla ekki að missa af.
sunnudagur, febrúar 01, 2004
|
<< Home