6-Y sem var rómaður fyrir góðan móral í gömlu góðu dögunum í MR hittist í kvöld, þ.e. hluti af honum. Mæting var ekki jafnmikil og búist hafði verið við en þó var góðmennt. Marta sem er án vafa einhver besti gestgjafi sem ég veit um hélt þetta með myndarbrag. Spilað var Party og Co sem bauð upp á mikinn hlátur þegar fólk sýndi leiksigur eða sýndi hversu mikla hæfileika það hafði á sviði teikninga. Trademark hluti spilsins reyndist hvað erfiðastur og fór svo að öll liðin voru komin með allar kökurnar fyrir utan Trademark. Að lokum fór svo að það kom eitthvað vörumerki sem hreinlega ógjörningur hefði verið að klúðra, þ.e. Kóladrykkur. Eftir að hafa spilað var setið og spjallað saman og ýmislegt rætt. Saga sagði okkur frá ferð sinni til Japans og einnig var soldið rætt um undirskriftir og hvaða stafir væru verstir að hafa í undirskriftum svo dæmi séu tekin.
Það er nú alltaf gaman að hittast svona utan skólans og er stefnan tekin á gott chill svona þegar vorið er komið.
Það er nú alltaf gaman að hittast svona utan skólans og er stefnan tekin á gott chill svona þegar vorið er komið.