Ég var að því kominn að klofna upp á bókasafni í dag, þar sem ég sat og gerði skiladæmi morgundagsins fyrir Tölulega Greiningu. Það fór svo í taugarnar á mér að ég var ekki að fá rétt út að mig langaði helst að klofna bara á staðnum, standa upp og öskra og láta öllum illum látum. En maður er ekki þannig týpa þannig að ég lét það vera.
Óskarinn í kvöld og vitaskuld ætlar maður að vaka og horfa á herlegheitin. Mér finnst skemmtilegast að sjá þarna rauða dregilinn og þegar hátíðin er að byrja en þegar væmnu og endalaust löngu ræðurnar koma þá væri gaman að geta spólað áfram.
Talandi um að spóla áfram þá leigðum ég Einar tvær myndir í gær. Hann leigði myndina Naked Weapon sem er einhver hong kong mynd með fínum bardagaatriðum en slakasta söguþræði sem ég hef séð, hann var nánast enginn og svo leigði ég Pirates of the Caribbian, sem er náttúrulega snilldar mynd. Johnny Depp er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í myndinni og fer á kostum og svo skartar myndin Keiru Knightley, ofurskutlu með meiru.
Langt er síðan ég skrifaði um eitthvað Radiohead lag á Ok Computer eða The Bends. Núna ætla ég að skrifa um eitt uppáhaldslagið mitt á Ok Computer, Let Down(vonbrigði)
"It´s like when Andy Warhol said he enjoyed being bored. It´s about that feeling that you get when you´re not in control of it - you just go past thousands of places and thousands of people and you´re completely removed from it" Þetta sagði Jonny víst um lagið.
Einnig má til gamans geta að lagið var tekið upp á heimili leikkonunnar Jane Seymour sem fólk man kanski eftir sem Dr. Quinn the Medicine Woman, klukkan 3 að nóttu.
Óskarinn í kvöld og vitaskuld ætlar maður að vaka og horfa á herlegheitin. Mér finnst skemmtilegast að sjá þarna rauða dregilinn og þegar hátíðin er að byrja en þegar væmnu og endalaust löngu ræðurnar koma þá væri gaman að geta spólað áfram.
Talandi um að spóla áfram þá leigðum ég Einar tvær myndir í gær. Hann leigði myndina Naked Weapon sem er einhver hong kong mynd með fínum bardagaatriðum en slakasta söguþræði sem ég hef séð, hann var nánast enginn og svo leigði ég Pirates of the Caribbian, sem er náttúrulega snilldar mynd. Johnny Depp er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í myndinni og fer á kostum og svo skartar myndin Keiru Knightley, ofurskutlu með meiru.
Langt er síðan ég skrifaði um eitthvað Radiohead lag á Ok Computer eða The Bends. Núna ætla ég að skrifa um eitt uppáhaldslagið mitt á Ok Computer, Let Down(vonbrigði)
"It´s like when Andy Warhol said he enjoyed being bored. It´s about that feeling that you get when you´re not in control of it - you just go past thousands of places and thousands of people and you´re completely removed from it" Þetta sagði Jonny víst um lagið.
Einnig má til gamans geta að lagið var tekið upp á heimili leikkonunnar Jane Seymour sem fólk man kanski eftir sem Dr. Quinn the Medicine Woman, klukkan 3 að nóttu.