Massaði það að setja inn Windows XP þannig að núna er tölvan mín með tveimur stýrikerfum. Svo náði ég að setja netið inn bara um leið og nýja stýrikerfið var up and running sem er bara gott mál. Reyndar er eitt pirrandi við það að vera kominn með nýtt stýrikerfi, maður þarf að setja inn öll forrit aftur og allskonar stillingar sem maður var orðinn vanur eru ekki lengur til staðar, eins og favorites á netinu, svo dæmi séu tekin. En þegar maður er kominn með XP þá lagast tölvan til muna og hættir að frjósa í tíma og ótíma, og ctrl alt del virkar, ólíkt Windows ME sem ég var með.
Svo fékk maður pínu nostalgíu fílling þegar maður notaði Messenger sem fylgir með XP fyrst. Einhver eldgömul útgáfa af forritinu og hreint hræðilegt að nota það. Enda var það eitt af mínum fyrstum verkum að ná í nýjastu útgáfuna.
Svo fékk maður pínu nostalgíu fílling þegar maður notaði Messenger sem fylgir með XP fyrst. Einhver eldgömul útgáfa af forritinu og hreint hræðilegt að nota það. Enda var það eitt af mínum fyrstum verkum að ná í nýjastu útgáfuna.