A site about nothing...

fimmtudagur, september 30, 2004

Franska mottan
Ef þið skoðið myndina voða vel sjáið þið að ég skarta mjög svo franskri mottu, hún mun verða til sýnis á morgun og ef undirtektir eru góðar þá fær hún jafnvel að vaxa lengur.

sunnudagur, september 26, 2004

Ég gleymdi að plögga nýjan tengil hér til hægri. Tveir með öllu, einnig þekktir sem Jón Skafta og Gulli Úlfs(betur þekktur sem örninn), eru komnir með blogg sem ég hjálpaði þeim að koma af stað. Þeir eru semsagt núna líklega komnir til Sevilla þar sem þeir munu dvelja í þrjá mánuði og gera eitthvað sniðugt af sér, auk þess sem þeir ætla víst að læra spænsku. Tjekkið á félögunum.

Í fyrsta skipti í langan tíma fór ég í bæinn, tvö kvöld í röð. Á föstudaginn var eitthvað partý á vegum félags verkfræðinema í sjálfstæðissalnum úti á seltjarnarnesi og fór ég þangað. Það var nú ekkert troðið en samt ágætis stemmning. Þaðan var haldið niður í bæ, þar sem ég og Gunni tjekkuðum á Nasa, þar sem stuðmenn voru að spila djassmúsík. Þeir spiluðu eitt lag meðan við vorum inni og svo var settið þeirra búið. Það var ekki pakkað inni, þó svo ókeypis væri, en fólk var hresst. Einhver eldri maður fór í slag við yngri gaur á meðan tónleikunum stóð, hressandi það. Svo fórum við á ellefuna þar sem ég var inni í 3 mínútur eða svo og fór svo heim. Maður er ekki alveg í stuði ef maður fer ekki í vísindaferð á undan einhvernveginn.
Í gær fór ég svo ásamt Árna frænda mínum í bíó á Anchorman, ágætis ræma þar á ferð og svo ákváðum við að kíkja aðeins í bæinn. Við vorum eitthvað seinir þannig að það voru raðir á helstu staðina, þannig að Árni sýndi mér nýjan Hiphop stað sem heitir Kjallarinn og er í kjallaranum á Kapital. Það var nú engin spes stemmning þar og kvenfólkið virkaði frekar ungt. Svo fórum við upp á Kapital og þar hefði maður getað haldið að eitthvað menntaskólaball væri í gangi. Við litum svo á Hressó þar sem ég hitti Evu kærustuna hans Dabba og hún sagði að hún hefði hitt frænku sína sem er fædd 1988 á Kapital, þannig að þetta staðfesti grun manns. Við enduðum á Vegamótum og þar hitti ég Röggu úr verkfræðinni og einhverjar vinkonur hennar. Við sátum hjá þeim þangað til við fórum og var bara ansi fínt þarna inni, fín músík og svona og nóg af fallegu kvenfólki þarna, sem er aldrei slæmt.
Að lokum, þá hef ég skellt inn myndum frá vísó í Samskip. Ein eða tvær myndir þarna eru photoshoppaðar, maður er eitthvað að daðra við þetta forrit. En stóra spurningin er, á ég að stækka myndirnar eins og þið sjáið þær? Hvað finnst ykkur?

fimmtudagur, september 23, 2004

Vísindaferð á fimmtudegi, alltaf upplifir maður eitthvað nýtt. Samskip er með samning við verkfræðideild og eitt af því sem við gerum er að mæta í svona vísindaferð hjá þeim, þ.e. þriðja árið auk kennara. Fínasta ferð þar sem við fengum að sjá hvað væri á döfinni, t.d. að taka í gagnið nýtt vöruhótel og skrifstofuhúsnæði sem er 27000 ferkílómetrar, að þeir séu að kaupa nýtt skip og svona hluti. Við vorum keyrð í rútu inn á athafnasvæði þeirra og einhver gaur skýrði frá hvað væri að gerast. Ef einhver af okkur hefði farið út úr rútunni á svæðinu hefði það verið heavy mikið mál sökum öryggismála, þannig að við vorum bara túristar í rútu. Svo fengum við að fara inn í hús sem ber heitið Ísheimar minnir mig og þar inni er konstant 25 gráðu frost. Þegar við löbbuðum þangað inn þá svona "snjóaði" á okkur og svo vorum við aðeins þarna inni og það var helvíti kalt. Svo þegar við löbbuðum út, þá sortnaði fyrir alla sem höfðu gleraugu, móða dauðans. Móðan varði í góðar tvær mínútur þannig að það var ansi hressandi. Svo eftir skoðunartúrinn var farið inn í skrifstofuhúsnæði þeirra þar sem við hlustuðum á fyrirlestur og gæddum okkur á veitingum. Ég tók einhverjar myndir og mun skella þeim innan tíðar á myndasíðuna.

þriðjudagur, september 21, 2004

Nýja prógrammið mitt er komið í gang í WorldClass. Fór í fyrsta skiptið í þol og brennsluæfinguna sem gengur út á það að halda sama púlsi, 160 í mínu tilviki, í svona klukkutíma. Að gera þetta lætur mann svitna þvílíkt og eftir æfinguna í dag, þá hefði ég getað undið bolinn, hann var svo sveittur. Ég skipti tímanum í þrisvar sinnum tuttugu mínútur og á milli tækja. Reyndar svindlaði ég aðeins og var bara 10 mínútur á hjóli enda var það deadboring og ég held að ég muni frekar auka tímann á öðru tæki heldur en að taka 20mín á hjólinu.
United á móti Liverpool í gær og fyrir leik var ég smeykur. United ekki búið að sýna sínar bestu hliðar, langt í frá í rauninni. En í leiknum í gær sá maður batamerki. Vörnin virkaði feykisterk. Ferdinand er leiðtoginn og skipuleggjandinn sem United þarf, því Silvestre og Brown eru ekki menn sem tala saman. Heinze er að eigna sér vinstri bakvarðarstöðuna og ef Samba Brown eins og ég kýs að kalla hann núna ætlar að halda áfram Samba töktunum í sókn og hörkunni í vörn þá er Gneville ekkert að labba í hægri bakvarðarstöðuna án þess að vinna fyrir henni. Helstu vonbrigðin um þessar mundir er Scholes en hann er heillum horfinn og eflaust væri best fyrir hann að vera á bekknum í nokkra leiki. Því þá sæi hann að sæti hans er ekki öruggt, eins og hann telur eflaust núna.
Bætti inn nýjum link, einhver tjelling. Þetta er linkur sem ég sá á batman og er eins og linkurinn gefur til kynna einhver tjelling sem skrifar svona skondnar frásagnir úr lífi sínu. Sandslöngu sagan hefur t.d. gengið manna á milli í tölvupósti og fleiri sögur hjá henni eru mjög fyndnar. Reyndar set ég pínu efasemdarmerki við það að allt þetta hafi komið fyrir manneskjuna, kanski pínu skáldaleyfi í gangi. En þetta er allaveganna skemmtilegt og fær því að fljóta.

mánudagur, september 20, 2004

Það er eitt sem ég mun seint koma til með að skilja og það er þegar eitthvað fólk er að tala saman og segja frá drykkjusögum. Þá meina ég svona sögum þar sem manneskjurnar eru að stæra sig yfir magninu sem var drukkið eða hversu full manneskjan hafi verið. Mér finnast svona sögur fáránlega óspennandi og kanski má rekja það til þess hversu lítið ég sjálfur drekk. Annað sem tengist drykkjumenningu og mér finnst svona skrýtið er hvað hænuhausar eru alltaf dissaðir. Ok eitt er að vera hænuhaus og drekka sig rænulausan og hitt er að vera hænuhaus og drekka þangað til maður er orðinn góður. Því í rauninni ættu hænuhausar, þ.e. þær manneskjur sem þurfa ekki mikið magn áfengis til að vera full, að vera þær sem hlægja síðast, því hvert fyllerí er miklu ódýrara. En þetta eru nú bara skoðanir mínar.
Nýja serían af Sópranos byrjaði í kvöld og maður komst að þvi að sálfræðingurinn er bara MILF, ekki amalegt það.

sunnudagur, september 19, 2004

"Þegar veðrið er svona gott á maður að nýta það og hanga ekki inni á bókasafni að gera einhver skiladæmi. Í það minnsta var það attitudið í dag hjá okkur strákunum og fóru mjög margir í golf. Ég fór í fyrsta skipti í golf í dag og var með Káka, Fjalari og Gunna. Við laumuðum okkur á korpúlfsstaðavöllinn og tókum einn hring. Eins og við var að búast var ég ömurlegur en átti nokkur góð högg inn á milli. Þetta var ágætt en það verður eflaust langt þangað til að maður kemst aftur í golf, haustið og veturinn nálgast óðfluga eins og maður fékk að kynnast í vikunni."
bloggað 25.september 2003
Gaman að skoða gömul blogg og þetta er ársgamalt. Lítið vissi ég þá að ég ætti eftir að spila golf jafnoft og raunin varð í fyrra því við fórum eflaust 10 sinnum eða oftar eftir þetta skipti, þarna um haustið.

Kvefið virðist í rénun og röddin að komast í samt lag, var hræðilegur í gær. Þannig að vonandi get ég byrjað að æfa aftur á morgun og prufað endurbætta prógrammið.
Annars er á morgun stórleikur í ensku þegar Man Utd og Liverpool mætast, þetta verður hörkuleikur og vonandi spilar Ferdinand því vörnin hjá Utd þarf á því að halda.
Annars vil ég bara óska FH, liðinu sem ég hef alltaf haldið með, til hamingju með fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn.

laugardagur, september 18, 2004

Í dag hef ég verið að hjálpa spánarförunum, þeim Jóni Skafta og Gulla Úlfs að setja upp síðuna þeirra sem þeir verða með úti á Spáni. Það þurfti að redda allskonar hlutum og ýmsar pælingar um hvað ætti að standa á nokkrum stöðum, t.d. hvað síðan ætti að heita og svona, sem lentu í miklum umræðum. En þetta náðist allt að lokum og í vikunni verður opnun á síðunni sem ég mun eflaust auglýsa auk þess sem ég fleygi inn tengli á síðuna.
Röddin á mér er eins slök og hægt er, fáránlegt að heyra mig tala. Ég hljóma eins og ég sé í þvílíkum mútum, þannig að maður reynir að tala sem minnst. En þetta lagast vonandi á morgun, þannig að maður þurfi ekki að vera í skömm fyrir röddina á skólanum á mánudag.

Rennandi nef er ekki að gera góða hluti. Er búinn að vera snýta mér í allan fokkin dag og um leið og ég er búinn að snýta mér finnst mér eins og það sé miklu meira eftir þegar það er ekkert eftir. Svo rennur úr öðru auganu líka og mig klæjar í nefið, svona tilfinningin eins og maður þarf að hnerra en nær því ekki, mjög pirrandi. En eitt sem ég hef tekið eftir er hversu fáránlega gott er að hnerra þegar maður er með kvef. Krafturinn er miklu meiri og þetta er svo hreinsandi eitthvað.
Morgundagurinn, þ.e. laugardagur, verður tekinn í chill þar sem ég ætla að liggja uppi í sófa, horfa á allt það sem ég hef tekið upp upp á síðkastið, þar meðtalið alias, og bara reyna að fá mig góðan af þessu kvefi.

fimmtudagur, september 16, 2004

gleymdi að segja frá því að rúv er ekki að standa sig í að kynna þættina sem þeir verða með í vetur. fyrir einskæra tilviljun tók bróðir minn eftir því að ALIAS, besti þáttur í sjónvarpinu í dag byrjaði í kvöld, þegar hann las fréttablaðið. Við höfðum einmitt verið að velta því fyrir okkur hvenær svo yrði og engin auglýsing var komin frá rúv. Sem betur fór tók hann upp þáttinn og ég get notið þess að sjá aftur Alias í vetur.

Veikur ég er. Já haustkvefið er komið og eins og alltaf er það fjandi leiðinlegt. Byrjaði á því að ég vaknaði í gærnótt og þurfti að snýta mér. Fátt leiðinlegra en að vakna og snýta sér. Svo var mér heitt og kalt á víxl í alla nótt og ýmist kyndaði ofninn eða slökkti fyrir hitann. Í dag hef ég síðan verið að snýta mér aftur og aftur. Ótrúlegt hvað það getur komið mikið úr manni, hreint út sagt fáránlegt. Hinsvegar veit ég hver er sökudólgurinn fyrir að láta mig hafa kvefið, það er hann Tryggvi sem er með mér í iðnaðarverkfræðinni.
Fór í Klassann þrátt fyrir þennan pínu slappleika þar sem ég átti pantaðan tíma hjá leiðbeinanda. Hann kom með fín ráð handa mér og sagði mér að breyta prógramminu þannig að ég lyfti tvisvar og svo tek ég þrek og brennslu tvisvar. Svo bætti hann tveimur æfingum við prógrammið mitt sem var nógu langt fyrir, össss.

miðvikudagur, september 15, 2004

Það er búið að vera nettur klofningur í dag í þriðju árs stofunni að reyna að fatta hvernig maður eigi að búa til ársreikninga. T.d. hvernig á maður að reikna tekjuskattinn, er það fyrir fjármagnsliði eða eftir? Hver er hagnaður ársins? Hver er skilgreining á kvikulu eiginfé(eða eitthvað álíka). Já það er sko gaman í hagverkfræði.

þriðjudagur, september 14, 2004

Undur og stórmerki gerast enn. Það er bara þokkalegasta gella sem kennir dæmatímann í hagverkfræði. Víst frekar nýútskrifuð. Spurning hvort þetta sé eitthvað sem megi vænta áfram, þ.e. að gellur séu að kenna, í framtíðinni eða hvort þetta sé svona one off dæmi?
Eitt sem maður hefur verið að taka eftir á batman.is og svona. Einu sinni var mál málanna stelpukossar og allt morandi í linkum sem sýna stelpukossa. Vissulega er það flott, það finnst mér í það minnsta, en það má ekki eyðileggja þetta með því að hafa of mikið af þessu.
Nýjasta æðið virðast vera myndir af skorum, teknar á djamminu eða böllum. Persónulega finnst mér það ekkert spes myndir, þær eru líka flestar úr fókus.

sunnudagur, september 12, 2004

Ein skemmtilegasta myndin sem tekin var í Köben ferð minni var ekki tekin af mér, heldur af myndavél í klettarússibananum í tívolí. Ég, Káki, Sara og Gígja skelltum okkur í hann og eins og sjá má af myndinni þá mætti halda að Gígja og Káki hafi séð eitthvað hræðilegt, miðað við hræðslusvipinn sem er á þeim og einnig mætti halda að ég væri að biðja til guðs eða eitthvað álíka. Snilldarmynd hreint út sagt, nær andartakinu mjög vel.

Andleysi
Brjálað andleysi sem ríkir hjá mér núna. Þegar ég skrifa þetta ætti ég í raun að vera skrifa ritgerð sem á að fjalla um viðfangsefnið, hvað er verkefni, sem gildir 5% af lokaeinkunn en ég hef bara ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa. Fyrir það fyrsta hef ég ekki ennþá mætt í tíma og í öðru lagi þá finn ég ekkert verkefni sem ég get tengt inn í ritgerðina sem ég hef tekið þátt í. Kannski maður skáldi eitthvað svona til að sleppa billigt frá þessu, ég er í það minnsta ekki að fara að fá góða einkunn.

Nú á föstudaginn lauk leynivinavikunni hjá okkur á þriðja ári og var uppljóstrað hver var leynivinur hvers í partýi sem Ásdís hélt, eftir þriðja árs vísindaferð. Leynivinur minn, þ.e. sá sem gaf mér gjafir, var Hildigunnur og mig grunaði að það væri hún þar sem ég rakst á hana koma niður af efri hæð bókasafnsins og þegar ég kom að borði mínu þá lá þar ljóð ásamt 4 pennum til mín. Hildigunnur var mjög góður leynivinur, ég fékk 2 ljóð, skemmtilegt og upplífgandi sms, 4 litapenna, kleinuhring og trópí. Ég sjálfur var ekki jafngóður leynivinur og gaf mínum, Einari Eiðs bara einn bjór. Ég held að stelpurnar hafi verið almennt duglegri í þessu. Nema kannski hann Beggi, hann gaf sínum leynivin, Ásdísi, 10 rósir í svona körfu og þar var bangsi líka, Toppur að ég held, súkkulaðistykki og einhver sagði að banani hefði fylgt með. Margir hugsuðu honum þegjandi þörfina að setja markið svona hátt, en sem betur fer var þetta seinasta daginn.
Eftir partýið hjá Ásdísi fórum við á Pravda og ég er ekkert sérstaklega hrifinn af Pravda en það var brjálað stuð þarna á föstudaginn. Mörg okkar sem höfðum verið í partíinu vorum að flippa á dansgólfinu á neðri hæðinni í góðum fíling. Svo sagði einhver mér að svipuð stemmning hefði verið þarna föstudeginum á undan, þannig að það er spurning hvort maður haldi ekki bara áfram að fara þarna á föstudögum.

Ný síða komin í loftið. Úrval sniða fyrir síður er þónokkuð takmarkað en af því sem var til boða fannst mér þetta flottast. Mér finnst óþarfi að skella inn teljara enda var það bara fyrst sem maður vildi sjá hversu margir kæmu í heimsókn en passar ekki inn í lúkkið núna. Svo hef ég aðeins tekið til á linkalistanum, ef einhverjum finnst að þeir ættu að vera þarna þá bara kommentið á það og ég bæti ykkur við.
Vonandi mælast þessar breytingar vel fyrir.

föstudagur, september 10, 2004

Stóra spurningin er, á ég að breyta lúkkinu á síðunni? Kommentið á það.

fimmtudagur, september 09, 2004

Who´s down with G-O-D? JESUS
Sá snilldarmynd á indí-dögum í kvöld, Saved. Fjallar um krakka í kristilegum menntaskóla og er svona kómísk sýn á það líf allt saman. Söngkonan Mandy Moore, sem er hryllileg söngkona, þ.e. lagaval og annað, leikur eitt aðalhlutverkið og kemst virkilega vel frá því, sem svona tíkin í þessu öllu saman. Brjálað trúuð manneskja sem heldur að hún geti breytt heiminum, ásamt Jesúm. M. Culkin leikur síðan ættleiddan bróður hennar sem er fastur í hjólastól því hann féll úr tré. Fyndið að sjá hann þarna. Hann lítur nánast eins út og hann gerði í Home Alone myndunum, nema að hann er þónokkuð eldri. En myndin sjálf fjallar í stórum dráttum stelpu sem er voða trúrækin, hangir alltaf með mandy og öðrum stelpum sem eru svona aðalstelpurnar á svæðinu, og á kærasta. Hann er hommi og þegar hún kemst að því breytist líf hennar til muna. Hún fer að pæla í því hvort Guð og Jesú séu virkileg til og fleira slíkt. Allaveganna mæli með henni, því hún er bæði fyndin og með skemmtilega sýn ofstækisfullt trúað fólk í BNA.

Ég var að tala við stelpu sem ég þekki sem er nýbúin að eignast barn og við vorum að ræða um nöfn sem fólk skýrir börnin sín nútildags. Tískan í dag er að hafa tvö nöfn þar sem annað nafnið er voðalega flippað, oft á tíðum í það minnsta. Allaveganna hún sagði mér að einhver hefði svarið fyrir það að einhver hefði skýrt barnið sitt Mist Eik. Sem væri nú ekki nógu sniðugt því þegar barnið verður eldra og skilur ensku þá veit barnið að það var mistake, það myndi í það minnsta halda það held ég. Ég reyndar fletti þessu nafni upp í dag og sem betur fer heitir engin stúlka Mist Eik.

miðvikudagur, september 08, 2004

Eitt sem ég tók eftir og við strákarnir almennt úti í DK er hversu margar fallegar stelpur eru þarna. Nú eru margar mjög fallegar stelpur hérna heima líka en það sem ég var að velta fyrir mér hvort þetta sé tengt einhverjum hlutföllum, þar sem það jú búa fleiri í DK. Mætti því segja að miðað við hversu margir búa í DK að það séu fleiri gellur, en í hlutfalli við íbúafjölda Íslands, eða er bara yfirhöfuð fleiri gellur í DK?

Búinn að fleygja inn myndum frá Danmerkurför minni. Skellti inn ferðasögu um leið, sem þið sjáið ef þið farið í gegnum myndirnar. Auðveldast er að smella á tengilinn hér til vinstri, myndir, og velja albúmið sem er neðst á síðunni sem kemur.

þriðjudagur, september 07, 2004

Jæja þá er maður kominn heim í rigninguna og fjörið sem skólinn er. Frábær dvöl í DK lokið og jafnvel að maður sé bara reddí að byrja í skólanum.
Sara býr á kollegie sem er þannig að það eru tvær manneskjur í "íbúð", þ.e. tvö svefnherbergi, svo er lítið eldhús og svo baðherbergi. Síðan er sameiginlegt eldhús fyrir alla á þeirra hæð innar á þeirra gangi. Hún lenti í því að deila herbergi með danskri stelpu sem heitir Kristine og við hittum Kristine á fimmtudeginum þegar við fórum á einhvern háskólapöb þarna úti. Hún virkaði voða fínt á mig og bara svona nokkuð dæmigerð dönsk stelpa. Svo deginum eftir þá sagði Sara okkur frá því að þessi stelpa ætti rottu sem gæludýr sem hún færi með um allt og léti Söru stundum halda á og svona. Einnig sagði hún okkur að þessi stelpa hefði átt að giftast einhverjum tyrkja vegna þess að hún var ólétt eftir hann en svo kom eitthvað babb í bátinn og hætt var við allt og hún fór því í fóstureyðingu, ef ég skildi Söru rétt. Kristine var líka einu sinni hardcore dópisti, var í kókaíni og einhverjum hörðum efnum en væri núna "clean".Álit mitt á Kristine breyttist soldið við þetta, ég hélt í það minnsta ekki lengur að hún væri dæmigerð dönsk stúlka, svona miðað við allt sem hún hefur gengið í gegnum.
Á laugardeginum hittumst við öll niðrí bæ, ég, sara, gígja, káki, fjalli og davíð fósturbróðir unnar eddu. Planið var að kíkja á leikinn, því miðinn átti að kosta 200 danskar en svo reyndust þeir miðar uppseldir þannig að hætt var við það. Við ákváðum að labba í áttina að Parken og tjekka á stemmningunni og fyrir utan völlinn, svona 25 mínútum fyrir leik, rákumst við á mann að selja miða á leikinn. Hann vildi selja stykkið á 400 danskar, því hann kostaði upphaflega 390, en davíð prúttaði miðann niður í 250. Þannig að við strákarnir fórum á völlinn en stelpurnar fóru til pabba gígju sem er úti í rannsóknarleyfi og fóru í mat. Sætin voru helvíti góð, algjörlega fyrir miðju vallarins og 16 bekk, sem er þónokkuð hátt uppi, en maður sá allt saman virkilega vel. Stemmningin var mögnuð og þvílíkur munur að vera á leik þarna, t.d. bara fyrir leikinn og á meðan leik stendur, heldur en að vera á Íslandi. Danirnir voru á Nyhavn frá svona um hádegi og þangað til leikurinn byrjaði, allir í rauðu og málaðir í framan og alles. Þannig að þetta var ansi skemmtileg upplifun fyrir okkur.

laugardagur, september 04, 2004

Upplifdi nyjan hlut her i kvøld. Tok næturvagninn fra DTU thvi hinn venjulegi var hættur ad ganga. Eg stod hja stoppistødinni sem eg myndi taka lestina vanalega og tha komu indverji og einhver stelpa og spurdu mig hvort eg væri ad bida eftir stræto. Eg sagdi ja en sagdi svo ad thad kæmi ekki neinn. Stelpan var a sømu leid og eg thannig ad vid ætludum ad taka leigara til lyngby station og næturvagnin nidra radhuspladsen. Indverjinn var eldri en tvævetur og sagdi okkur ad taka næturvagninn fra highwayinu sem vid og gerdum ad lokum. Vid spjølludum saman eg og stelpan sem var fra Ukrainu og kom i ljos ad hun thekkti stelpu sem byr a islandi og lærir verkfrædi. Hun heitir Ingibjørg og eg veit eiginlega ekkert hver hun er, nema ad hun er 23 ara gømul. Allaveganna leidir okkar skyldu a Radhudspladsen og eg tok næturvagn sem eg helt ad myndi koma mer til frænku minnar. Svo er eg buinn ad vera pinu tima i vagninum en kannast ekkert vid mig thannig ad eg fer ad spjalla vid gaurinn og kemur i ljos ad hann keyrdi veg sem la samhlida theim sem eg vildi vera a. Einnig var thad algjør lukka ad eg taladi vid hann a thessari stød thvi hefdi eg haldid eitthvad afram hefdi eg verid kominn i algjørt rugl. Strætobilstjorinn sagdi ad thad tæki mig halftima ad labba a milli veganna thannig ad eg nennti thvi ekki og splæsti i leigubil sem tok 5 minutur ad keyra mig ad dyrunum.

miðvikudagur, september 01, 2004

Mannlifs og felagsrannsoknir minar halda afram her i Køben. Eg tharf mjøg mikid ad nota almenningssamgøngur her og er bara frekar sattur vid thær. T.d. eru strætobilstjorar herna thvilikt hjalpsamir og hressir a thvi almennt, ef madur tharf ad spyrja tha ad einhverju, ad that halfa væri nog, olikt thunglyndinssjuklingunum heima.
Samgøngurnar eru frekar greidar og thvi nota flestir thær. Madur kaupir ser mida sem gilda einhver akvedin zone og thennan mida er hægt ad nota bædi i lest og stræto. Reyndar verd eg ad vidurkenna ad eg er enntha ad reyna ad fatta thessi zone og hvad eg get farid langt a t.d. 2 zone-um (arni thu kanski utskyrir thetta fyrir mer i kommentakerfinu).
Dagurinn i dag var finn. Eg for i Fields sem er stærsta mall i Skandinaviu, kanski Evropu. Madur thyrfti liklega tvo daga til ad skoda almennilega allar budirnar sem tharna eru og eg var thvi helviti threyttur eftir ad hafa spasserar um allt svædid tharna i dag. Svo for eg og hitt strakana og vid forum og fengum okkur ad borda a Big Mamma sem er helviti finn stadur i Lungby og finn a budduna lika og svo hitti eg Astu og var meira ad segja fyrsti gesturinn hja henni eftir ad hun flutti inn i herbergid sitt.
Planid a morgun er ad fara i einhverja islendingaferd i tivoli thannig ad vonandi verdur gott vedur til thess.