A site about nothing...

þriðjudagur, september 21, 2004

Nýja prógrammið mitt er komið í gang í WorldClass. Fór í fyrsta skiptið í þol og brennsluæfinguna sem gengur út á það að halda sama púlsi, 160 í mínu tilviki, í svona klukkutíma. Að gera þetta lætur mann svitna þvílíkt og eftir æfinguna í dag, þá hefði ég getað undið bolinn, hann var svo sveittur. Ég skipti tímanum í þrisvar sinnum tuttugu mínútur og á milli tækja. Reyndar svindlaði ég aðeins og var bara 10 mínútur á hjóli enda var það deadboring og ég held að ég muni frekar auka tímann á öðru tæki heldur en að taka 20mín á hjólinu.
United á móti Liverpool í gær og fyrir leik var ég smeykur. United ekki búið að sýna sínar bestu hliðar, langt í frá í rauninni. En í leiknum í gær sá maður batamerki. Vörnin virkaði feykisterk. Ferdinand er leiðtoginn og skipuleggjandinn sem United þarf, því Silvestre og Brown eru ekki menn sem tala saman. Heinze er að eigna sér vinstri bakvarðarstöðuna og ef Samba Brown eins og ég kýs að kalla hann núna ætlar að halda áfram Samba töktunum í sókn og hörkunni í vörn þá er Gneville ekkert að labba í hægri bakvarðarstöðuna án þess að vinna fyrir henni. Helstu vonbrigðin um þessar mundir er Scholes en hann er heillum horfinn og eflaust væri best fyrir hann að vera á bekknum í nokkra leiki. Því þá sæi hann að sæti hans er ekki öruggt, eins og hann telur eflaust núna.
Bætti inn nýjum link, einhver tjelling. Þetta er linkur sem ég sá á batman og er eins og linkurinn gefur til kynna einhver tjelling sem skrifar svona skondnar frásagnir úr lífi sínu. Sandslöngu sagan hefur t.d. gengið manna á milli í tölvupósti og fleiri sögur hjá henni eru mjög fyndnar. Reyndar set ég pínu efasemdarmerki við það að allt þetta hafi komið fyrir manneskjuna, kanski pínu skáldaleyfi í gangi. En þetta er allaveganna skemmtilegt og fær því að fljóta.