Það er eitt sem ég mun seint koma til með að skilja og það er þegar eitthvað fólk er að tala saman og segja frá drykkjusögum. Þá meina ég svona sögum þar sem manneskjurnar eru að stæra sig yfir magninu sem var drukkið eða hversu full manneskjan hafi verið. Mér finnast svona sögur fáránlega óspennandi og kanski má rekja það til þess hversu lítið ég sjálfur drekk. Annað sem tengist drykkjumenningu og mér finnst svona skrýtið er hvað hænuhausar eru alltaf dissaðir. Ok eitt er að vera hænuhaus og drekka sig rænulausan og hitt er að vera hænuhaus og drekka þangað til maður er orðinn góður. Því í rauninni ættu hænuhausar, þ.e. þær manneskjur sem þurfa ekki mikið magn áfengis til að vera full, að vera þær sem hlægja síðast, því hvert fyllerí er miklu ódýrara. En þetta eru nú bara skoðanir mínar.
Nýja serían af Sópranos byrjaði í kvöld og maður komst að þvi að sálfræðingurinn er bara MILF, ekki amalegt það.
Nýja serían af Sópranos byrjaði í kvöld og maður komst að þvi að sálfræðingurinn er bara MILF, ekki amalegt það.