A site about nothing...

fimmtudagur, september 16, 2004

Veikur ég er. Já haustkvefið er komið og eins og alltaf er það fjandi leiðinlegt. Byrjaði á því að ég vaknaði í gærnótt og þurfti að snýta mér. Fátt leiðinlegra en að vakna og snýta sér. Svo var mér heitt og kalt á víxl í alla nótt og ýmist kyndaði ofninn eða slökkti fyrir hitann. Í dag hef ég síðan verið að snýta mér aftur og aftur. Ótrúlegt hvað það getur komið mikið úr manni, hreint út sagt fáránlegt. Hinsvegar veit ég hver er sökudólgurinn fyrir að láta mig hafa kvefið, það er hann Tryggvi sem er með mér í iðnaðarverkfræðinni.
Fór í Klassann þrátt fyrir þennan pínu slappleika þar sem ég átti pantaðan tíma hjá leiðbeinanda. Hann kom með fín ráð handa mér og sagði mér að breyta prógramminu þannig að ég lyfti tvisvar og svo tek ég þrek og brennslu tvisvar. Svo bætti hann tveimur æfingum við prógrammið mitt sem var nógu langt fyrir, össss.